Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. maí 2022 08:25
Elvar Geir Magnússon
Macron afhenti Nantes franska bikarinn
Macron við hlið franska bikarsins.
Macron við hlið franska bikarsins.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Macron, sem á dögunum var endurkjörinn forseti Frakklands, afhenti Nantes franska bikarinn eftir að liðið vann Nice 1-0 í úrslitaleik á Stade de France í París í gær.

Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Nantes í 22 ár en sigur liðsins í úrslitaleiknum var ansi naumur og eina markið kom af vítapunktinum.

Í upphafi seinni hálfleiks var dæmd hendi á Hicham Boudaoui og vítaspyrna til Nantes. Ludovic Blas skoraði úr spyrnunni.

Þetta er í fjórða sinn sem Nantes vinnur franska bikarinn og er fyrsti stóri titill félagsins síðan það varð Frakklandsmeistari 2001. Sigurinn í gær gerir það að verkum að Nantes innsiglaði sæti í Evrópudeildinni.

Það hafa verið miklar sveiflur hjá Nantes að undanförnu en á síðasta tímabili þurfti liðið að vinna umspil til að halda sér í efstu deild Frakklands.

Leikurinn í gær var fyrsti bikarúrslitaleikur Frakklands síðan 2014 þar sem Paris St-Germain lék ekki til úrslita. Nice sló PSG út í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum í janúar.
Athugasemdir
banner
banner