- Víkingur R. vann Gróttu í Mjólkurbikarnum.

„Þetta er bara mjög sárt, vorum nálægt því að klára þetta í venjulegum leiktíma, en ég er hrikalega stoltur af stelpunum fyrir að hafa barist svona ótrúlega vel einum færri í klukkutíma. Þær gáfust aldrei upp þrátt fyrir að staðan væri orðin frekar vonlaus“ Segir Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu eftir 5-3 tap á móti Víking R. í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 3 - 5 Víkingur R.
„Í fyrri hálfleik vorum við sterkari aðilinn og þegar við vorum komin í 2-0 hefðum við átt að halda áfram en við gáfum eftir og sterk lið Víkings gengur á lagið og jafnar“.
Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar. Grótta lenti í 2.sæti í 2.deildinni í fyrra og Víkíngur R. tók sæti í deildinni eftir að HK/Víkingur hætti samstarfi. Magnús segir að liðið sé mjög spennt fyrir komandi leikjum og undirbúningur fyrir fyrsta leik byrjar á morgun.
„Markmiðin okkar er að koma inn í deildina og ekki bara til að vera með, heldur við ætlum að taka þátt og við ætlum að keppa við öll þessi lið, en við áttum okkur alveg á því að við erum nýliðar og það eru mörg frábær lið og vel þjálfuð í deildinni þannig hver leikur verður mjög mikil áskorun“.
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að ofan.
Athugasemdir