Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 08. júní 2021 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu atvikið: VAR bjargaði Íslandi frá dómaramistökum
Icelandair
Ísland er komið yfir í vináttulandsleik gegn Póllandi en liðið hefur litið vel út í upphafi leiks.

Ísland var að taka forystuna en það var Albert Guðmundsson sem skoraði eftir hornspyrnu. Það var fyrst dæmd rangstaða en eftir VAR-skoðun var markið dæmt gilt.

„Albert Guðmundsson kemur boltanum í markið... en dæmd rangstaða! Ranglega, nokk viss um það!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

„Eftir hornspyrnuna er boltanum laumað á Albert sem kemur knettinum í netið af stuttu færi. Flaggið fór á loft en endursýningar sýna að þessi dómur var hreinlega rangur."

Þetta var mjög furðulegt allt saman og mikil óvissa í kringum markið. Það er VAR í leiknum en það tók dómarana dágóðan tíma í að fara að skoða það. Þegar það var loksins skoðað var ákveðið að dæma markið gilt enda engin rangstaða.

Staðan er því 1-0 fyrir Íslandi gegn Robert Lewandowski og félögum. Það er tæpur hálftími liðinn af leiknum.


Athugasemdir
banner
banner