
Ísland er komið yfir í vináttulandsleik gegn Póllandi en liðið hefur litið vel út í upphafi leiks.
Ísland var að taka forystuna en það var Albert Guðmundsson sem skoraði eftir hornspyrnu. Það var fyrst dæmd rangstaða en eftir VAR-skoðun var markið dæmt gilt.
„Albert Guðmundsson kemur boltanum í markið... en dæmd rangstaða! Ranglega, nokk viss um það!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.
„Eftir hornspyrnuna er boltanum laumað á Albert sem kemur knettinum í netið af stuttu færi. Flaggið fór á loft en endursýningar sýna að þessi dómur var hreinlega rangur."
Þetta var mjög furðulegt allt saman og mikil óvissa í kringum markið. Það er VAR í leiknum en það tók dómarana dágóðan tíma í að fara að skoða það. Þegar það var loksins skoðað var ákveðið að dæma markið gilt enda engin rangstaða.
Staðan er því 1-0 fyrir Íslandi gegn Robert Lewandowski og félögum. Það er tæpur hálftími liðinn af leiknum.
Eftir myndbandsdómgæslu var mark @snjallbert staðfest. Pólverjar voru hins vegar ekki lengi að jafna og staðan nú 1-1. #fotbolti pic.twitter.com/bvBw2bPJiN
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 8, 2021
Athugasemdir