
„Þetta var erfitt og við þurfum að læra af þessu. Við vorum undir í baráttunni og okkur er refsað fyrir það. Við verðum bara að læra af þessu.“ sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir 5-0 tap gegn Fylki í Lengjudeild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 5 Fylkir
Leikurinn var jafn fram að fyrsta marki Fylkis en eftir það komust Fylkiskonur á bragðið. Aðspurð að því hvað hefði skeð eftir fyrsta markið hafði Kitta þetta að segja: „Við erum ungar og við soldið brotnum. Við þurfum bara að læra af því. Við verðum bara setja þennan leik til hliðar og einbeita okkur að næsta.“
Augnablik kemur til með að spila gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ á þriðjudaginn. Innt eftir því hvort nú ætti ekki bara að setja kassann út og hökuna upp sagði hún þetta: „Það er bara áfram gakk, næsti leikur og við skoðum hvað við getum gert betur og reynum að læra og megum ekki gleyma að njóta þess sem við gerum vel.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.