Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   lau 08. júní 2024 16:59
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Við gáfum tóninn strax í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu síns liðs í dag þegar liðið mætti í heimsókn til Fylkis í 7. umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 FH

Ég er afar afar ánægður með frammistöðu liðsins hér í dag. Þrjú góð mörk og við höldum markinu okkar hreinu þannig ég gæti ekki verið sáttari.

FH byrjaði leikinn af miklum krafti og Fylkir var á afturfótunum strax á fyrstu mínútu leiksins.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Eins og þú segir réttilega, við gáfum tóninn strax í byrjun. Undirbúningurinn var góður við vorum með ákveðin plön sem gengu upp. Við reyndum að sjá fyrir okkur leikinn aðeins fram í tímann. Reyndum að sjá hvað Fylkir myndi gera áður en leikurinn hófst og það gekk upp.“

Einungis sex leikmenn voru á bekk hjá FH í dag, aðspurður að því segir Guðni það ekki vera mikið áhyggjuefni

Nei alls ekki. Við erum með leikmenn sem voru tæpir fyrir þennan leik og við gerum þá meðvituðu ákvörðun að hvíla þær algjörlega. Þær hefðu getað verið á bekk og komið inn á en það er mikið og þungt leikjaprógramm framundan. Næsti leikur á þriðjudag og svo aftur á laugardag þannig þetta eru þrír leikir á einni viku.

Þar sem rúmlega þriðjungur af mótinu er búinn var Guðni beðinn um að leggja sitt mat á frammistöðu liðsins og stigasöfnunina hingað til.

Kaflaskipt frammistaða. Byrjum ekkert sérstaklega vel, erum búin að vera koma okkur betur og betur inn í þetta. Það gerist með fleiri leikjum þegar leikmenn eru að spila saman í fyrsta sinn eru að ná taktinum og þetta tekur bara tíma. Þetta er allt saman eins og það á að vera. Mér finnst stígandi í liðinu klárlega. Við vorum í basli í upphafi móts að skora mörk, skapa okkur færi en það eru engir vankantar á því núna. Við erum búin að vera vaðandi í færum í síðustu leikjum og skorum tvö til þrjú mörk í hverjum einasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner