Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   lau 08. júní 2024 16:59
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Við gáfum tóninn strax í byrjun
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu síns liðs í dag þegar liðið mætti í heimsókn til Fylkis í 7. umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 FH

Ég er afar afar ánægður með frammistöðu liðsins hér í dag. Þrjú góð mörk og við höldum markinu okkar hreinu þannig ég gæti ekki verið sáttari.

FH byrjaði leikinn af miklum krafti og Fylkir var á afturfótunum strax á fyrstu mínútu leiksins.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Eins og þú segir réttilega, við gáfum tóninn strax í byrjun. Undirbúningurinn var góður við vorum með ákveðin plön sem gengu upp. Við reyndum að sjá fyrir okkur leikinn aðeins fram í tímann. Reyndum að sjá hvað Fylkir myndi gera áður en leikurinn hófst og það gekk upp.“

Einungis sex leikmenn voru á bekk hjá FH í dag, aðspurður að því segir Guðni það ekki vera mikið áhyggjuefni

Nei alls ekki. Við erum með leikmenn sem voru tæpir fyrir þennan leik og við gerum þá meðvituðu ákvörðun að hvíla þær algjörlega. Þær hefðu getað verið á bekk og komið inn á en það er mikið og þungt leikjaprógramm framundan. Næsti leikur á þriðjudag og svo aftur á laugardag þannig þetta eru þrír leikir á einni viku.

Þar sem rúmlega þriðjungur af mótinu er búinn var Guðni beðinn um að leggja sitt mat á frammistöðu liðsins og stigasöfnunina hingað til.

Kaflaskipt frammistaða. Byrjum ekkert sérstaklega vel, erum búin að vera koma okkur betur og betur inn í þetta. Það gerist með fleiri leikjum þegar leikmenn eru að spila saman í fyrsta sinn eru að ná taktinum og þetta tekur bara tíma. Þetta er allt saman eins og það á að vera. Mér finnst stígandi í liðinu klárlega. Við vorum í basli í upphafi móts að skora mörk, skapa okkur færi en það eru engir vankantar á því núna. Við erum búin að vera vaðandi í færum í síðustu leikjum og skorum tvö til þrjú mörk í hverjum einasta leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner