Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   lau 08. júní 2024 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann vonsvikinn - „Þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hundfúllt að tapa eins og alltaf. Óvenju sárt hvernig við töpuðum þessu, við erum ekki sátt með sjálfa okkur í dag. Það var hugarfar sem hefði átt að vera betra og við verðum að laga fyrir næstu leiki," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir tap liðsins gegn Breiðablik á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki góður fótboltaleikur. Alveg sama þótt sigurliðið hafi verið á því að þetta væru fínar aðstæður en þær voru það ekki. Það sást á leiknum en það er engin afsökun, við áttum að mæta með betra hugarfar og vera tilbúnar í baráttuna þó að mér fannst liðið hafa lagt sig fram. Það sást að völlurinn fór mikið í lappirnar á leikmönnum en við eigum að gera betur sóknarlega sérstaklega," sagði Jóhann Kristinn.

„Það er ótrúlegt að mark eitt og tvö hjá þeim telji, þetta var bara einhver sirkus. Við vorum ekki nógu góðar í dag og þeirra langbesti maður virtist díla best við völlinn sem hún ólst nú upp á. Hún var okkur erfið og var stærsti munurinn á þessu."

„Númer eitt að tapa leiknum og númer tvö að tapa honum á heimavelli. Númer þrjú sem situr í mér er hvernig við töpum honum, við eigum að vera sterkari andlega. Við verðum að taka ákvörðun, ætlum við að vera keppa við þessi lið. Við erum búnar að tapa tveimur leikjum, á móti Val og Breiðablik, við verðum að vinna þessi lið ef við ætlum að keppa á toppnum, ef við vinnum ekki þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim. Við höfum sem betur fer annað tækifæri til að mæta Val og Breiðabliki í sumar, það er okkar að vinna í þessu og gera betur í þeim leikjum," sagði Jóhann Kristinn að lokum. 


Athugasemdir
banner
banner