Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   lau 08. júní 2024 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann vonsvikinn - „Þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hundfúllt að tapa eins og alltaf. Óvenju sárt hvernig við töpuðum þessu, við erum ekki sátt með sjálfa okkur í dag. Það var hugarfar sem hefði átt að vera betra og við verðum að laga fyrir næstu leiki," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir tap liðsins gegn Breiðablik á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki góður fótboltaleikur. Alveg sama þótt sigurliðið hafi verið á því að þetta væru fínar aðstæður en þær voru það ekki. Það sást á leiknum en það er engin afsökun, við áttum að mæta með betra hugarfar og vera tilbúnar í baráttuna þó að mér fannst liðið hafa lagt sig fram. Það sást að völlurinn fór mikið í lappirnar á leikmönnum en við eigum að gera betur sóknarlega sérstaklega," sagði Jóhann Kristinn.

„Það er ótrúlegt að mark eitt og tvö hjá þeim telji, þetta var bara einhver sirkus. Við vorum ekki nógu góðar í dag og þeirra langbesti maður virtist díla best við völlinn sem hún ólst nú upp á. Hún var okkur erfið og var stærsti munurinn á þessu."

„Númer eitt að tapa leiknum og númer tvö að tapa honum á heimavelli. Númer þrjú sem situr í mér er hvernig við töpum honum, við eigum að vera sterkari andlega. Við verðum að taka ákvörðun, ætlum við að vera keppa við þessi lið. Við erum búnar að tapa tveimur leikjum, á móti Val og Breiðablik, við verðum að vinna þessi lið ef við ætlum að keppa á toppnum, ef við vinnum ekki þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim. Við höfum sem betur fer annað tækifæri til að mæta Val og Breiðabliki í sumar, það er okkar að vinna í þessu og gera betur í þeim leikjum," sagði Jóhann Kristinn að lokum. 


Athugasemdir
banner