Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
   lau 08. júní 2024 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann vonsvikinn - „Þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hundfúllt að tapa eins og alltaf. Óvenju sárt hvernig við töpuðum þessu, við erum ekki sátt með sjálfa okkur í dag. Það var hugarfar sem hefði átt að vera betra og við verðum að laga fyrir næstu leiki," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir tap liðsins gegn Breiðablik á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki góður fótboltaleikur. Alveg sama þótt sigurliðið hafi verið á því að þetta væru fínar aðstæður en þær voru það ekki. Það sást á leiknum en það er engin afsökun, við áttum að mæta með betra hugarfar og vera tilbúnar í baráttuna þó að mér fannst liðið hafa lagt sig fram. Það sást að völlurinn fór mikið í lappirnar á leikmönnum en við eigum að gera betur sóknarlega sérstaklega," sagði Jóhann Kristinn.

„Það er ótrúlegt að mark eitt og tvö hjá þeim telji, þetta var bara einhver sirkus. Við vorum ekki nógu góðar í dag og þeirra langbesti maður virtist díla best við völlinn sem hún ólst nú upp á. Hún var okkur erfið og var stærsti munurinn á þessu."

„Númer eitt að tapa leiknum og númer tvö að tapa honum á heimavelli. Númer þrjú sem situr í mér er hvernig við töpum honum, við eigum að vera sterkari andlega. Við verðum að taka ákvörðun, ætlum við að vera keppa við þessi lið. Við erum búnar að tapa tveimur leikjum, á móti Val og Breiðablik, við verðum að vinna þessi lið ef við ætlum að keppa á toppnum, ef við vinnum ekki þá þýðir ekkert annað en að sætta sig við að vera á eftir þeim. Við höfum sem betur fer annað tækifæri til að mæta Val og Breiðabliki í sumar, það er okkar að vinna í þessu og gera betur í þeim leikjum," sagði Jóhann Kristinn að lokum. 


Athugasemdir
banner
banner
banner