Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Wright gagnrýnir vinnubrögð enskra miðla - „Þeir vita hvað þeir eru að gera“
Bukayo Saka var á forsíðum enskra miðla þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 25 mínútur
Bukayo Saka var á forsíðum enskra miðla þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 25 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum fótboltamaðurinn Ian Wright er afar óhress með vinnubrögð enskra miðla eftir 1-0 tap Englands gegn Íslandi í gær en hann segir að þjóðin verði að setja alla orku á að gefa leikmönnum stuðning í stað þess að berja þá niður.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Sigur Íslands á Englandi var ekki ósanngjarn. Íslenska liðið hélt vel í boltann og skoraði gott sigurmark á 12. mínútu.

Enska liðið fékk ágætis færi til að skora og þá gat Ísland einnig bætt við mörkum en lokatölur urðu 1-0 Íslandi í vil. Annar sigur Íslands á Englandi í sögunni.

Eftir leikinn voru viðbrögð enskra miðla nokkuð kómísk en Wright var þó óánægður með að Bukayo Saka hafi verið á forsíðu margra enskra miðla, en hann lék síðustu 25 mínútur leiksins.

„Nú sem aldrei fyrr þurfum við að sýna þessu unga fólki stuðning. Við getum öll séð hvað er að gerast og hver á að vera blóraböggullinn þegar liðið tapar. Við verðum gaslýst með útskýringum og réttlætingum, en þeir sem ákveða hvaða leikmaður fer á forsíðu blaðanna vita hvað þeir eru að gera. Höldum orkunni á að gefa þessum leikmönnum hreina ást og stuðning í gegnum allt mótið,“ sagði Wright á X.


Athugasemdir
banner
banner