Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 08. júlí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pirraðir því vítaspyrnuæfingu þeirra var lekið á netið
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Frakkland vann Portúgal í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum EM og mætir Spáni í undanúrslitum annað kvöld. Frakkar eru búnir undir það að sá leikur fari líka alla leið í vítakeppni.

Franski fjölmiðillinn RMC Sport birti myndband þar sem sjá má franska liðið æfa vítaspyrnurnar í aðdraganda leiksins.

„Alveg frábært! Takk fyrir þessar upplýsingar!" skrifaði Antoine Griezmann kaldhæðinn á X en franska liðið er pirrað yfir því að myndbandið hafi verið sett á netið.

Einhverjir stuðningsmenn gagnrýna einnig miðilinn og spyrja hver sé tilgangurinn í því að birta myndbandið. Það geri ekki annað en að hagnast Spánverjum.

Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum annað kvöld. Sigurliðið leikur til úrslita gegn Englandi eða Hollandi á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner