Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fim 08. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðslalistinn frekar langur hjá Víkingum
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðslalistinn hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings er frekar langur þessa stundina og verða lykilmenn fjarverandi í leiknum gegn Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Pablo Punyed sleit krossband á dögunum og verður ekki meira með í sumar.

Nikolaj Hansen, Halldór Smári Sigurðsson og Matthías Vilhjálmsson verða þá einnig fjarri góðu gamni í kvöld. Líklega verður Gunnar Vatnhamar heldur ekki með.

„Gunnar sýnist mér vera 'off'. Kannski kíkjum við eitthvað mögulega á hann á morgun en ég held að við tökum ekki sénsinn með hann," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net í gær en Gunnar fór meiddur af velli gegn FH í síðustu umferð.

„Elli (Erlingur Agnarsson) er að koma til baka sem er mjög jákvætt. Niko er 'off' og það er erfitt að segja til um hvenær hann kemur til baka. Vonandi nær hann seinni leiknum. Eins og staðan er í dag, þá eru Gunnar, Matti, Pablo, Halldór Smári og Niko 'off' á morgun."

Leikurinn í kvöld verður flautaður á klukkan 18:15 og er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner