Wilfred Zaha, leikmaður Galatasaray, er sagður vera á leið í sitt gamla félag á ný, Crystal Palace. Þetta verður þá í þriðja sinn sem hann semur við Ernina á ferlinum.
Galatasaray eru sagðir vilja losa sig við hann eftir aðeins eins árs dvöl í Tyrklandi. Það er möguleiki að hann færi á láni til Palace en Galatasaray vilja um það bil 9 milljónir punda fyrir Zaha.
Zaha Lék seinast með Palace árið 2023 en hann á yfir 450 leiki með Palace í öllum keppnum og skorað í þeim 90 mörk.
Hann hefur ekki fundið sig í Tyrklandi og vill ganga í raðir Palace á ný. Zaha hefur spilað 43 leiki fyrir Galatasaray í öllum keppnum og skorað í þeim 10 mörk.
Hann á tvo landsleiki fyrir enska landsliðið og 30 landsleiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar og skorað í þeim 5 mörk í öllum keppnum.
Zaha hefur eytt mest megnið af ferlinum sínum hjá Crystal Palace en hann hefur sömuleiðis verið að mála hjá Manchester United, Cardiff City og núna seinast Galatasaray.