Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. september 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Heiður fyrir mig að fá að fylgjast með honum"
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson lék í kvöld sinn síðasta A-landsleik fyrir Íslands.

Hannes hefur átt magnaðan feril í marki Íslands og er sárt að sjá eftir honum.

Hann afrekaði meira en flestir dreyma um. Hannes fór á tvö stórmót með Íslandi, varði vítaspyrnu frá Lionel Messi og gengur sáttur frá borði.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Hannes á fréttamannafundi eftir leik.

„Ég held að við séum öll sammála um að landsliðsferill Hannesar er ótrúlegur, og hans ferill. Ég hef sagt það oft við Hannes og alla þá sem vilja heyra það að hans ferill og hans þróun sem markvörður er eitthvað sem allir leikmenn eiga að horfa til," sagði Arnar.

„Það eru ekki allir fæddir með brjálaða hæfileika. Hann er búinn að komast alla þessa leið og ná þessum frábærum árangri með að leggja rosalega hart að sér."

„Það hefur verið heiður fyrir mig - fyrst og fremst - að fá að fylgjast með honum, og vera stuðningsmaður Íslands og Hannesar. Í þessum tveimur gluggum sem við höfum unnið saman hefur það verið mjög jákvætt. Ég og Eiður höfum þurft að taka ákvarðanir og það er eðlilegt að menn séu ekki alltaf sammála. Þeir fundir sem við höfum átt hafa verið mjög jákvæðir. Hann er frábær karakter."

Eru fleiri að leggja landsliðskóna á hilluna?
Arnar var spurður að því á fundinum hvort fleiri leikmenn hefðu ýjað að því að landsliðskórnir væru á leið upp á hillu.

„Við erum búnir að ræða hlutina mikið undanfarna tíu daga og það hefur gengið mikið á. Það eina sem ég get beðið alla þessa drengi um að gera er að taka ákvörðunina ekki akkúrat núna. Ef við tökum ákvörðunina núna, þá erum við taka ákvörðun sem er byggð á skrítnum forsendum og skrítnum tilfinningum," sagði Arnar.

„Frá því hópurinn var tilkynntur fyrir tveimur vikum, þá hefur rosalega margt gerst og maður áttar sig ekki alveg á þessu. Þess vegna hef ég beðið þessa leikmenn um að fara heim, ræða við fjölskylduna og byrja aftur að æfa; taka ekki ákvörðun núna. Það væri ekki á réttum forsendum."

Sjá einnig:
Hannes fær fallegar kveðjur - „Sýndir okkur að það er víst allt hægt í þessu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner