Á fréttamannafundi á föstudagskvöldið, eftir að Ísland vann Svartfjallaland, sat landsliðsþjálfarinn Age Hareide fyrir svörum.
Hann var spurður út í U21 landsliðið sem vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku áður en A-landsliðið vann svo sinn leik. Kristall Máni Ingason var maður leiksins á Víkingsvelli en hann skoraði þrennu gegn Dönum og er nú markahæsti leikmaður í sögu U21 landsliðsins.
Hann var spurður út í U21 landsliðið sem vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku áður en A-landsliðið vann svo sinn leik. Kristall Máni Ingason var maður leiksins á Víkingsvelli en hann skoraði þrennu gegn Dönum og er nú markahæsti leikmaður í sögu U21 landsliðsins.
Kristall skoraði þrennu, hversu náið fylgistu með honum og öðrum leikmönnum í þeim hópi?
„Ég sá leikinn í dag og naut þess að horfa. Þetta var mjög góður leikur hjá íslenska liðinu."
„Ingason, ég hef séð hann spila með Sönderjyske, Daníel Leó er að spila þar líka. Ingason var með okkur í Miami í janúar. Þessir ungu strákar þurfa að berjast áfram. Við erum, sem betur fer, með mjög marga góða íslenska sóknarmenn, sem er gott fyrir þjóðina."
Hareide kom svo aftur inn á vöntun á varnarmönnum, sem hann gerði líka eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspilinu í mars. Hann hrósaði þó þeim Daníel Leó Grétarssyni og Hirti Hermannssyni fyrir flottan leik gegn Svartfellingum.
„En við þurfum að finna fleiri varnarmenn og þróa fleiri varnarmenn. Það virðist vera vandamál á Norðurlöndunum. Það er enginn í Noregi, fáir í Svíþjóð og einhverjir í Danmörku. Ef við gætum aftur fengið gamaldags íslenskan miðvörð, þá yrði ég mjög ánægður. Leó og Hjörtur gerðu vel í dag, Hjörtur er kominn í nýtt félag á Ítalíu og mun spila reglulega. Daníel Leó spilar í Superliga í Danmörku og hefur gert vel. Ég er ánægður með það og vonandi getum við fengið enn fleiri leikmenn í þá stöðu."
„Þessi dagur var góður fyrir íslenskan fótbolta, sigur hjá landsliðinu og U21. Ég vona að U21 komist í lokakeppnina, það er svo mikilvægt fyrir þróun leikmanna að spila í lokakeppnina," sagði Hareide.
Athugasemdir