Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   þri 26. mars 2024 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Mummi Lú
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var skiljalega mjög svekktur þegar Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld. Strákarnir tóku forystuna en töpuðu að lokum eftir að hafa barist hetjulega.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Fyrra markið þeirra var sérstakt því við áttum góðan möguleika á hinum endanum. Mér fannst við vera með nægilega stjórn en staðan á leikmönnum var skrítin. Ég þarf að skoða það aftur því varnarleikurinn var ekki góður," sagði Hareide.

„Við urðum þreyttir en við hefðum getað skorað og komist aftur yfir. Það eru smáatriðin sem skipta máli í svona leikjum. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik ströggluðum við í seinni hálfleiknum."

Hareide var spurður að því hvort skiptingarnar hefðu komið of seint.

„Kannski en mér fannst við vera með ágæta stjórn. Við hefðum getað skipt fyrr en ég veit ekki hvernig það hefði farið."

„Ég hef ekki talað við leikmennina en ég er ánægður með þá. Þeir lögðu mikið á sig. Það eru smáatriðin í landsliðsfótbolta. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við. Frammistaðan var að mörgu leyti mjög góð."

Hann segist líta björtum augum á framhaldið.

„Algjörlega. Við þurfum fleiri varnarmenn því við erum ekki í góðum málum þar ef við lendum í meiðslum. Það er ekki úr mörgum að velja."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner