Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 26. mars 2024 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Mummi Lú
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var skiljalega mjög svekktur þegar Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld. Strákarnir tóku forystuna en töpuðu að lokum eftir að hafa barist hetjulega.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Fyrra markið þeirra var sérstakt því við áttum góðan möguleika á hinum endanum. Mér fannst við vera með nægilega stjórn en staðan á leikmönnum var skrítin. Ég þarf að skoða það aftur því varnarleikurinn var ekki góður," sagði Hareide.

„Við urðum þreyttir en við hefðum getað skorað og komist aftur yfir. Það eru smáatriðin sem skipta máli í svona leikjum. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik ströggluðum við í seinni hálfleiknum."

Hareide var spurður að því hvort skiptingarnar hefðu komið of seint.

„Kannski en mér fannst við vera með ágæta stjórn. Við hefðum getað skipt fyrr en ég veit ekki hvernig það hefði farið."

„Ég hef ekki talað við leikmennina en ég er ánægður með þá. Þeir lögðu mikið á sig. Það eru smáatriðin í landsliðsfótbolta. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við. Frammistaðan var að mörgu leyti mjög góð."

Hann segist líta björtum augum á framhaldið.

„Algjörlega. Við þurfum fleiri varnarmenn því við erum ekki í góðum málum þar ef við lendum í meiðslum. Það er ekki úr mörgum að velja."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner