Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   þri 26. mars 2024 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Mummi Lú
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var skiljalega mjög svekktur þegar Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld. Strákarnir tóku forystuna en töpuðu að lokum eftir að hafa barist hetjulega.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Fyrra markið þeirra var sérstakt því við áttum góðan möguleika á hinum endanum. Mér fannst við vera með nægilega stjórn en staðan á leikmönnum var skrítin. Ég þarf að skoða það aftur því varnarleikurinn var ekki góður," sagði Hareide.

„Við urðum þreyttir en við hefðum getað skorað og komist aftur yfir. Það eru smáatriðin sem skipta máli í svona leikjum. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik ströggluðum við í seinni hálfleiknum."

Hareide var spurður að því hvort skiptingarnar hefðu komið of seint.

„Kannski en mér fannst við vera með ágæta stjórn. Við hefðum getað skipt fyrr en ég veit ekki hvernig það hefði farið."

„Ég hef ekki talað við leikmennina en ég er ánægður með þá. Þeir lögðu mikið á sig. Það eru smáatriðin í landsliðsfótbolta. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við. Frammistaðan var að mörgu leyti mjög góð."

Hann segist líta björtum augum á framhaldið.

„Algjörlega. Við þurfum fleiri varnarmenn því við erum ekki í góðum málum þar ef við lendum í meiðslum. Það er ekki úr mörgum að velja."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner