Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   þri 26. mars 2024 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Mummi Lú
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var skiljalega mjög svekktur þegar Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld. Strákarnir tóku forystuna en töpuðu að lokum eftir að hafa barist hetjulega.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Fyrra markið þeirra var sérstakt því við áttum góðan möguleika á hinum endanum. Mér fannst við vera með nægilega stjórn en staðan á leikmönnum var skrítin. Ég þarf að skoða það aftur því varnarleikurinn var ekki góður," sagði Hareide.

„Við urðum þreyttir en við hefðum getað skorað og komist aftur yfir. Það eru smáatriðin sem skipta máli í svona leikjum. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik ströggluðum við í seinni hálfleiknum."

Hareide var spurður að því hvort skiptingarnar hefðu komið of seint.

„Kannski en mér fannst við vera með ágæta stjórn. Við hefðum getað skipt fyrr en ég veit ekki hvernig það hefði farið."

„Ég hef ekki talað við leikmennina en ég er ánægður með þá. Þeir lögðu mikið á sig. Það eru smáatriðin í landsliðsfótbolta. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við. Frammistaðan var að mörgu leyti mjög góð."

Hann segist líta björtum augum á framhaldið.

„Algjörlega. Við þurfum fleiri varnarmenn því við erum ekki í góðum málum þar ef við lendum í meiðslum. Það er ekki úr mörgum að velja."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir