„Þetta er langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 2-0 í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 0 Afturelding
„Mér fannst við bara vera mjög öflugir, vorum frábærir í varnarleiknum, mér fannst við mjög góðir á boltan. Mér fannst við bara spila vel í gegnum þá, vera hættulegir og mér fannst þessi sigur aldrei í hættu."
Topp baráttan í Lengjudeildinni er gríðarlega spennandi en það getur enn allt gerst þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu.
„Við erum allavega búnir að gulltryggja okkur inn í umspilið með sigri í dag. Við bara förum núna til Keflavíkur með það markmið að reyna vinna leikinn, svo sjáum við bara til hvað gerist á öðrum vígstöðvum."
Fjölnismenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoruðu úr henni til að breyta stöðunni í 2-0. Dómurinn er heldur betur umdeildur og voru gestirnir ekki sáttir.
„Ég bara sá ekki hvað gerðist, en það virðist eins og hann hlaupi bara aftan á hann sko. Dagur er kominn í mjög gott færi, ég skil ekki af hverju hann ætti að láta sig detta úr þessari stöðu. En þetta er langt frá mér og ég sá þetta ekki nægilega vel."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.