Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 08. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 2-0 í dag. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

„Mér fannst við bara vera mjög öflugir, vorum frábærir í varnarleiknum, mér fannst við mjög góðir á boltan. Mér fannst við bara spila vel í gegnum þá, vera hættulegir og mér fannst þessi sigur aldrei í hættu."

Topp baráttan í Lengjudeildinni er gríðarlega spennandi en það getur enn allt gerst þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu.

„Við erum allavega búnir að gulltryggja okkur inn í umspilið með sigri í dag. Við bara förum núna til Keflavíkur með það markmið að reyna vinna leikinn, svo sjáum við bara til hvað gerist á öðrum vígstöðvum."

Fjölnismenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoruðu úr henni til að breyta stöðunni í 2-0. Dómurinn er heldur betur umdeildur og voru gestirnir ekki sáttir.

„Ég bara sá ekki hvað gerðist, en það virðist eins og hann hlaupi bara aftan á hann sko. Dagur er kominn í mjög gott færi, ég skil ekki af hverju hann ætti að láta sig detta úr þessari stöðu. En þetta er langt frá mér og ég sá þetta ekki nægilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner