Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
   sun 08. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 2-0 í dag. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

„Mér fannst við bara vera mjög öflugir, vorum frábærir í varnarleiknum, mér fannst við mjög góðir á boltan. Mér fannst við bara spila vel í gegnum þá, vera hættulegir og mér fannst þessi sigur aldrei í hættu."

Topp baráttan í Lengjudeildinni er gríðarlega spennandi en það getur enn allt gerst þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu.

„Við erum allavega búnir að gulltryggja okkur inn í umspilið með sigri í dag. Við bara förum núna til Keflavíkur með það markmið að reyna vinna leikinn, svo sjáum við bara til hvað gerist á öðrum vígstöðvum."

Fjölnismenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoruðu úr henni til að breyta stöðunni í 2-0. Dómurinn er heldur betur umdeildur og voru gestirnir ekki sáttir.

„Ég bara sá ekki hvað gerðist, en það virðist eins og hann hlaupi bara aftan á hann sko. Dagur er kominn í mjög gott færi, ég skil ekki af hverju hann ætti að láta sig detta úr þessari stöðu. En þetta er langt frá mér og ég sá þetta ekki nægilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner