Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 08. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 2-0 í dag. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

„Mér fannst við bara vera mjög öflugir, vorum frábærir í varnarleiknum, mér fannst við mjög góðir á boltan. Mér fannst við bara spila vel í gegnum þá, vera hættulegir og mér fannst þessi sigur aldrei í hættu."

Topp baráttan í Lengjudeildinni er gríðarlega spennandi en það getur enn allt gerst þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu.

„Við erum allavega búnir að gulltryggja okkur inn í umspilið með sigri í dag. Við bara förum núna til Keflavíkur með það markmið að reyna vinna leikinn, svo sjáum við bara til hvað gerist á öðrum vígstöðvum."

Fjölnismenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoruðu úr henni til að breyta stöðunni í 2-0. Dómurinn er heldur betur umdeildur og voru gestirnir ekki sáttir.

„Ég bara sá ekki hvað gerðist, en það virðist eins og hann hlaupi bara aftan á hann sko. Dagur er kominn í mjög gott færi, ég skil ekki af hverju hann ætti að láta sig detta úr þessari stöðu. En þetta er langt frá mér og ég sá þetta ekki nægilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner