Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 08. október 2019 11:40
Magnús Már Einarsson
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Icelandair
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Rúnar Alex ákvað að draga sig úr hópnum þar sem kærasta hans á von á barni á næstu dögum.

Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

„Þetta hafa verið flóknir mánuðir. Ég hafnaði framlengingu við þá og er að renna út af samningi um áramótin. Á lokadegi gluggans sóttu þeir U21 markvörð Englands til að vera í rammanum allt tímabilið. Ég er að fara frá þeim í janúar og er að skoða mína möguleika. Ég er opinn fyrir flestu," sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist."

Ingvar var fyrr í haust orðaður við sitt gamla félag Stjörnuna en hvaða íslensku félög hefur hann rætt við? „Ég kem með hundleiðinlegt svar núna. Það er no comment," sagði Ingvar að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir