Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
banner
   þri 08. október 2019 11:40
Magnús Már Einarsson
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Icelandair
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Rúnar Alex ákvað að draga sig úr hópnum þar sem kærasta hans á von á barni á næstu dögum.

Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

„Þetta hafa verið flóknir mánuðir. Ég hafnaði framlengingu við þá og er að renna út af samningi um áramótin. Á lokadegi gluggans sóttu þeir U21 markvörð Englands til að vera í rammanum allt tímabilið. Ég er að fara frá þeim í janúar og er að skoða mína möguleika. Ég er opinn fyrir flestu," sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist."

Ingvar var fyrr í haust orðaður við sitt gamla félag Stjörnuna en hvaða íslensku félög hefur hann rætt við? „Ég kem með hundleiðinlegt svar núna. Það er no comment," sagði Ingvar að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner