Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   þri 08. október 2019 11:40
Magnús Már Einarsson
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Icelandair
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Rúnar Alex ákvað að draga sig úr hópnum þar sem kærasta hans á von á barni á næstu dögum.

Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

„Þetta hafa verið flóknir mánuðir. Ég hafnaði framlengingu við þá og er að renna út af samningi um áramótin. Á lokadegi gluggans sóttu þeir U21 markvörð Englands til að vera í rammanum allt tímabilið. Ég er að fara frá þeim í janúar og er að skoða mína möguleika. Ég er opinn fyrir flestu," sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist."

Ingvar var fyrr í haust orðaður við sitt gamla félag Stjörnuna en hvaða íslensku félög hefur hann rætt við? „Ég kem með hundleiðinlegt svar núna. Það er no comment," sagði Ingvar að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner