Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
   þri 08. október 2019 11:40
Magnús Már Einarsson
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Icelandair
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Rúnar Alex ákvað að draga sig úr hópnum þar sem kærasta hans á von á barni á næstu dögum.

Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

„Þetta hafa verið flóknir mánuðir. Ég hafnaði framlengingu við þá og er að renna út af samningi um áramótin. Á lokadegi gluggans sóttu þeir U21 markvörð Englands til að vera í rammanum allt tímabilið. Ég er að fara frá þeim í janúar og er að skoða mína möguleika. Ég er opinn fyrir flestu," sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist."

Ingvar var fyrr í haust orðaður við sitt gamla félag Stjörnuna en hvaða íslensku félög hefur hann rætt við? „Ég kem með hundleiðinlegt svar núna. Það er no comment," sagði Ingvar að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner