Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. október 2019 05:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland í dag - A-landsliðið í Lettlandi og U19 á Origo
Icelandair
Mynd af landsliðsæfingu í gær. Fleiri myndir koma í myndaveislu klukkan 06:30.
Mynd af landsliðsæfingu í gær. Fleiri myndir koma í myndaveislu klukkan 06:30.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 fagnar hér marki.
U19 fagnar hér marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir því lettneska í þriðja leik sínum í undankeppni fyrir EM2021.

Liðið er með fullt hús stiga í öðru sæti riðilsins, með lakari markatölu en topplið Svía. Ísland vann Slóvakíu og Ungverjaland í fyrstu tveimur leikjunum.

Leikið er á Daugava leikvanginum í Liepaja. Stelpurnar lentu í Riga á lagardaginn og þaðan til Leipaja er um þriggja tíma ferðalag.

Sjá einnig: Ræstar um miðja nótt eftir lítinn svefn á leið til Lettlands
Sjá einnig. Landsleikur við vettvang voðaverka

Hafliði Breiðfjörð og Elvar Geir Magnússon eru að störfum fyrir Fótbolta.net í Liepaja. Viðtöl við leikmenn liðsins má sjá á forsíðu Fótbolti.net en viðtal við Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfara má sjá neðst í þessari frétt ásamt stöðunni í riðlinum. Þá verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Úrslitaleikur um toppsætið gegn Spáni
Íslenska U19 ára landslið kvenna leikur í dag úrslitaleik við Spánverja um toppsætið í undanriðlinum fyrir EM 2020.

Íslenska liðið sigraði fyrstu tvo leiki sína, gegn Grikklandi og Kasakstan og er öruggt með sæti í milliriðli.

Leikurinn fer fram á Origo vellinum klukkan 17:00.

þriðjudagur 8. október

A-landslið kvenna - EM 2021
16:45 Svíþjóð-Slóvakía (Gamla Ullevi)
17:00 Lettland-Ísland (Daugava Stadium)

U19 kvenna - EM2020
17:00 Ísland - Spánn (Origo völlurinn)
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner