 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Þó að þetta heimsklassalið og eitt það besta í heiminum þá nálgumst við þennan leik eins og venjulega með fullt sjálfstraust og vonum það besta," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net aðspurður út í leikinn sem er framundan gegn Frökkum á föstudagksvöld.  
                
                
                                    Jón Daði gekk í sumar til liðs við Millwall en Neil Harris, stjóri liðsins hætti óvænt störfum í síðustu viku. Því er Jón Daði að fá nýjan stjóra.
„Ég fílaði þjálfarann í tætlur. Hann kom mér þangað og hafði fylgst með mér í mörg ár. Ég hef ekki spilað mikið því ég lenti í veikindum þegar ég komst loksins á ról."
„Þetta kom öllum í opna skjöldu og það bjóst enginn við þessu því hann hafði gert flotta hluti. Svona er fótboltinn. Maður getur lítið í þessu gert og vonandi kemur einhver góður í staðinn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        




















 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
