fös 08. október 2021 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki boðlegt í alþjóðlegri knattspyrnu"
Icelandair
Dómarinn að æfa sig í VAR fyrir leik.
Dómarinn að æfa sig í VAR fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Armenía leiðir 1-0 gegn Íslandi í hálfleik. Liðin eru að mætast í undankeppni HM.

Mark Armeníu hefði hins vegar aldrei átt að fá að standa. Sókn Armeníu hófst þannig að markvörður Armeníu hélt boltanum áfram í leik, þó svo að boltinn hafi verið farinn lengst út af. Dómarinn leyfði leiknum að halda áfram, Armenía fór upp völlinn og skoraði.

„Fyrst og fremst á línuvörðurinn að sjá þetta. Hann var mjög illa staðsettur í þessu atviki," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning, á RÚV.

„Við erum ekki að tala sentímetra, við erum að tala um metra. Það er ekki boðlegt í alþjóðlegri knattspyrnu að línuverðinum skuli missjást þetta mikilvæga atvik. Við hefðum átt að gera betur í varnarleiknum," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Það er VAR, myndbandsdómgæsla, á leiknum en þrátt fyrir það fékk markið að standa. Það hefur líklega verið metið þannig að nýtt augnablik hafi byrjað. Markið samt sem áður kolólöglegt í ljósi þess hvernig sóknin byrjar.

Sjá einnig:
Hvernig fékk mark Armeníu að standa? - Boltinn lengst út af
Athugasemdir
banner