Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 21:55
Aksentije Milisic
FA-bikarinn: United komst áfram í bragðdaufum leik
Fyrirliðinn fagnar.
Fyrirliðinn fagnar.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 0 Watford
1-0 Scott McTominay ('5 )

Síðasta leik dagsins í þriðju umferð FA bikarsins var að ljúka en þar fékk Manchester United lið Watford í heimsókn.

Ole Gunnar Solskjær gerði margar breytingar á byrjunarliði United sem tapaði gegn Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins á miðvikudaginn.

United byrjaði leikinn vel og strax á fimmtu mínútu kom Scott McTominay United yfir. Mctominay var með fyrirliðabandið í fyrri hálfleik og hann skallaði inn hornspyrnu frá Alex Telles.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur. Juan Mata átti gott færi fyrir United eftir góða sendingu frá Donny van de Beek en fyrir utan það gerðist lítið. Watford átti nokkur hálf færi en staðan því 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Man Utd stjórnaði ferðinni en án þess að skapa sér einhver afgerandi færi. Watford reyndi að beita skyndisóknum en gekk illa að ógna marki heimamanna.

Eric Bailly þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla undir lok fyrri hálfleiks. Vonandi fyrir United og Bailly að það séu ekki alvarleg meiðsli en hann hefur verið að spila vel að undanförnu.

1-0 sigur því staðreynd og Man Utd er því komið áfram í næstu umferð FA bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner