Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Við treystum Forster, hann er góður og reynslumikill“
Fraser Forster.
Fraser Forster.
Mynd: Getty Images
Franski markvörðurinn Hugo Lloris verður frá í 6-8 vikur vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í sigri Tottenham gegn Manchester City á dögunum.

Varamarkvörður Tottenham, Fraser Forster, mun því verja mark liðsins í fjarveru Lloris.

„Við erum allir svekktir með meiðsli Hugo. Við erum hinsvegar með góðan og reynslumikinn markvörð í Fraser Forster. Hann hefur mikla reynslu úr úrvalsdeildinni og góða reynslu úr Meistaradeildinni," segir Cristian Stellini, aðstoðarstjóri Tottenham.

„Það eru fimm vikur framundan með Fraser. Við treystum honum og erum ánægðir með að hafa hann í hópnum. Við óskum Hugo góðs bata og hlökkum til að sjá hann aftur sem fyrst."

Hugo Lloris hefur talað um þyngsli andlega eftir að hafa tapað úrslitaleik HM með franska landsliðinu. Hann hefur sagt að erfitt hafi verið að ná einbeitingu eftir mikið álag.

„Hann gæti notað þennan tíma til að hvílast andlega eftir að hafa átt erfiða tíma í kjölfarið á HM. En hann var að ná sér vel og spilaði virkilega vel í síðasta leik. Ég held að hann hafi verið búinn að ná HM úr sér," segir Stellini.

Forster er 34 ára og er fyrrum markvörður Celtic og Southampton. Hann gekk í raðir Tottenham í fyrra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner