Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerrard afþakkaði fyrirliðabandið frá Gulla
Mynd: Úr einkasafni
Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður Plymouth er á bekknum hjá liðinu sem mætir Liverpool í enska bikarnum í dag.

Guðlaugur Victor var á sínum tíma samningsbundinn Liverpool og lék með varaliði félagsins en tókst ekki að spila með aðalliðinu. Hann var til viðtals hjá Mirror í aðdraganda leiksins.

„Stundum fattar maður ekki hvað er fyrir framan sig. Ég var sennilega ungur og vitlaus og já, kannski svolítið hrokafullur að halda að ég væri búinn að meika það," sagði Gulli.

„Ég var þarna undir þremur stjórum, Rafa Bentiez, Roy Hodgson og Kenny Dalglish, ég kom það tímabil sem Liverpool var lengi vel á toppnum en tapaði svo í baráttunni gegn Manchester United."

Guðlaugur Victor sagði frá sinni uppáhalds minningu frá tímanum hjá Liverpool.

„Mín uppáhalds minning var að spila á miðjunni með Steven Gerrard í varaliðsleik gegn Tranmere Rovers og fyrir leikinn spurði ég hann hvort hann vildi vera með bandið því hann var fyrirliði liðsins og goðsögn," sagði Gulli.

„Hann sagði 'nei, þú ert fyrirliði liðsins', ég ætlaði aldrei að fara segja honum hvað hann ætti að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner