Ben Foster hefur skrifað undir eins árs framlengingu við Wrexham. Hann gekk í raðir félagsins í vetur eftir að hafa lagt hanskana á hilluna síðast haust. Hann fékk símtalið þegar markvarðakrísa var hjá félaginu og steig þessi fyrrum enski landsliðsmarkvörður upp og hjálpaði liðinu að komast upp úr utandeildinni.
Foster er fertugur og tekur slaginn með liðinu í D-deildinni á næsta tímabili.
Foster er fertugur og tekur slaginn með liðinu í D-deildinni á næsta tímabili.
„Í lok síðasta tímabils var það augljóst að mér leið vel hjá félaginu, ég elskaði að vera hluti af liðinu og öllu sem Wrexham stendur fyrir."
„Stuðningsmenn tóku mér svo vel. Ég var búinn að taka ákvörðun áður en tímabilinu lauk, hér líður mér eins og heima. Ég hef aldrei gengið í raðir félags og verið jafn fljótur að aðlagast," sagði Foster við undirskrift.
Foster er alinn upp hjá Racing Club Warwick, fór svo til Stoke og í kjölfarið til Manchester United þar sem hann lék tólf deildarleiki á fimm ára tímabili. Hann hefur einnig leikið með Watford, Birmingham og WBA í úrvalsdeildinni. Hann lék á láni hjá Wrexham árið 2005 svo þetta er hans annar kafli hjá félaginu.
“I want to win League Two, it’s as simple as that.”
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) June 9, 2023
?????? #WxmAFC | #OneMoreYear pic.twitter.com/lnixXKhc9D
Athugasemdir