„Við vorum mjög flottir í seinni hálfleik, í fyrri hálfleik vorum við á móti pínu golu og þá var mjög mikilvægt fyrir okkur að matcha þá og þeirra styrkleika, sem við gerðum fannst mér," sagði Óli Stefán Flóventsson í samtali við Fótbolta.net eftir sigur hans manna í Grindavík
Lestu um leikinn: Grindavík 5 - 0 Þór
„Við nýttum þessa golu sem var með okkur í seinni hálfleik og við ætluðum að læsa þá inn á þeirra þriðjung og það gekk mjög vel."
„Við erum búnir að fara í gegnum pínu erfiðan kafla. Núna er það bara næsta verkefni sem er mjög verðugt, hitt Akureyrar liðið," sagði Óli.
Athugasemdir























