Við vildum pressa á þá, vildum loka á markspyrnur hjá þeim. Við vissum að þessi leikur yrði barrátta um boltann. Bæði lið vildu halda í boltann, þeir náðu að halda vel í boltann fyrstu 15 mínúturnar en eftir það fannst mér við taka stjórn á leiknum og ég var ánægður með það, þetta snérist fyrst og fremst um það að halda boltanum og loka á þeirra flotta og góða uppspil og passa að boltinn sé hjá okkur, sagði Úlfur Jökulsson ánægður eftir sigurinn fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 Afturelding
„Þetta fyrsta mark var mjög mikilvægt, það var gríðarlega mikilvægt að láta kné fylgja kviði og mér fannst svo í kjölfarið þegar þeir minnka muninn þetta vera liðsheildin og samstaða sem að klára þetta fyrir okkur.
Næsti leikur Fjölnis er úti gegn Þór
„Þetta verður bara hefðbundin æfingavika, við hvílum okkur á morgun og byrjum að undirbúa okkur á mánudaginn fyrir Þórsleikinn. Það verður bara skemmtilegt að fara á Akureyri að keppa við Þór, hafði Úlfur að segja eftir 2-1 sigur á Aftureldingu fyrr í dag.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir