Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var fátt annað en sáttur eftir magnaðan 4 - 3 sigur á Keflavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Keflavík
„Ég ætla ekki að neita því þetta var gríðarlega sætt að sjá hann inni þarna og mjög mikilvægt fyrir okkur að ná sigri eftir nokkra jafnteflisleiki í röð."
„Markmiðið var að festa Gróttu í sessi í Inkasso deildinni og við erum komnir langleiðina með það. Ég held að það sé mjög mikilvægt að njóta stöðunnar sem við erum í."
„Já þetta gerir líklega leikinn við Fjölni áhugaverðari þótt hann hafi verið áhugaverður fyrir."
Grótta heldur í við Fjölni á toppnum með sigri í kvöld og getur minkað muninn enn fremur föstudaginn næsta þegar Fjölnir fær Gróttu í heimsókn.
Athugasemdir