Leik HK og KR var frestað vegna brotins marks og fær því miður ekki að vera hluti af uppgjöri 17. umferðar Bestu deildarinnar. Við látum það alls ekki skemma stemninguna og blásum í öfluga sóknarherlúðra í Sterkasta liðinu.
KA á flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra leikmenn, eftir 1-0 sigur gegn Val. Steinþór Már Auðunsson var valinn maður leiksins, Viðar Örn Kjartansson skoraði annan leikinn í röð og þeir Hans Viktor Guðmundsson og Darko Bulatovic voru hrikalega öflugir í vörn Akureyrarliðsins sem er vægast sagt búið að rétta úr kútnum.
KA á flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra leikmenn, eftir 1-0 sigur gegn Val. Steinþór Már Auðunsson var valinn maður leiksins, Viðar Örn Kjartansson skoraði annan leikinn í röð og þeir Hans Viktor Guðmundsson og Darko Bulatovic voru hrikalega öflugir í vörn Akureyrarliðsins sem er vægast sagt búið að rétta úr kútnum.
Þjálfari umferðarinnar er Arnar Gunnlaugsson en skiptingar hans svínvirkuðu í 3-2 útisigri gegn FH. Valdimar Þór Ingimundarson kom af bekknum og skoraði tvö. Annar varamaður, Sveinn Gísli Þorkelsson, er einnig í liðinu en hann lagði upp bæði mörk Valdimars.
Már Ægisson ógnaði stöðugt með hraða sínum og lagði upp fyrra mark Fram í 2-1 sigri gegn Stjörnunni. Már er farinn út í nám og verður saknað í Framliðinu. Hollendingurinn Djenairo Daniels opnaði markareikning sinn fyrir Fram.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum þegar Breiðablik vann Fylki 3-0. Ísak Snær Þorvaldsson var erfiður viðureignar fyrir Árbæinga og krækti í tvær vítaspyrnur.
Þá er Silas Songani sóknarmaður Vestra í liðinu en hann var ógnandi í jafntefli gegn ÍA á Ísafirði.
Djenairo Daniels skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni??
— Besta deildin (@bestadeildin) August 7, 2024
Til hamingju Djenairo???? #bestadeildin pic.twitter.com/KWcvC3i4vr
Höskuldur gulltryggði sigur Breiðabliks eftir frábæran sprett Ísaks???? #bestadeildin pic.twitter.com/ItsTZ0RVWf
— Besta deildin (@bestadeildin) August 7, 2024
Viðar Örn skoraði sigurmark KA í sterkum sigri á Val???? #bestadeildin pic.twitter.com/aFwbI2fgTN
— Besta deildin (@bestadeildin) August 7, 2024
Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 21 | 14 | 4 | 3 | 48 - 25 | +23 | 46 |
2. Víkingur R. | 20 | 13 | 4 | 3 | 47 - 23 | +24 | 43 |
3. Valur | 21 | 10 | 5 | 6 | 49 - 32 | +17 | 35 |
4. FH | 21 | 9 | 5 | 7 | 36 - 35 | +1 | 32 |
5. ÍA | 21 | 9 | 4 | 8 | 40 - 31 | +9 | 31 |
6. Stjarnan | 21 | 9 | 4 | 8 | 39 - 35 | +4 | 31 |
7. KA | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 37 | -5 | 27 |
8. Fram | 21 | 7 | 5 | 9 | 28 - 29 | -1 | 26 |
9. KR | 20 | 5 | 6 | 9 | 34 - 39 | -5 | 21 |
10. HK | 21 | 6 | 2 | 13 | 23 - 51 | -28 | 20 |
11. Vestri | 21 | 4 | 6 | 11 | 22 - 42 | -20 | 18 |
12. Fylkir | 21 | 4 | 5 | 12 | 26 - 45 | -19 | 17 |
Athugasemdir