Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir fyrrum landsliðsmenn orðaðir við Víking
,,Held að þessir strákar stefni á að spila erlendis"
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Hólmbert.
Hólmbert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sagði Ágúst Þór Ágústsson frá því að Víkingur væri í framherjaleit og talað hefði verið við bæði Jón Daða Böðvarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Bæði Jón Daði og Hólmbert eru samningslausir og hefur Jón Daði verið orðaður við KR að undanförnu.

Fyrirliðinn Nikolaj Hansen var fjarri góðu gamni þegar Víkingur mætti Flora Tallinn í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fjarvera Niko sást greinilega þegar heimamenn náðu ekki að nýta fjölmargar góðar fyrirgjafir í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, vildi ekki staðfesta viðræður við framherjana.

„Ég get ekkert sagt um það. Ég spilaði náttúrulega lengi með Jóni Daða og hef tékkað á því hvort hann sé á heimleið en það hefur ekki verið rætt um samning. Ég held að þessir strákar stefni á að spila erlendis."

„Ég hef alveg tékkað á Hólmberti í gegnum tíðina."


Kári segir að Víkingar séu að skoða sína möguleika á markaðnum. „Við erum alveg að skoða einhverja leikmenn, en það er ekkert fast í hendi og ekkert hægt að segja um það í rauninni," segi Kári.

1-1 urðu lokatölur leiksins í gær og mætast Víkingur og Flora í Tallinn eftir viku. Liðið sem fer áfram fer í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner