Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 09. september 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Hjörtur: Vona að ég fái einn daginn að spila miðvörð
Icelandair
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil mjög sáttur við þann leik," sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaður landsliðsins, þegar hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net fyrir utan hótel liðsins í Tirana, höfuðborg Albaníu.

Hjörtur var að tala um leikinn gegn Moldóvu á laugardag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Íslands.

„Liðsframmistaðan var mjög góð og persónulega fannst mér ég koma mjög vel frá því verkefni. Ég er sáttur með þetta."

Hjörtur, sem er 24 ára, spilaði sem hægri bakvörður í leiknum - líkt og hann hefur gert í síðustu landsleikjum.

„Það gefur augaleið að Ari Freyr (Skúlason) er sterkari sóknarlega, en mér fannst ég skila mínu mjög vel sóknarlega. Ég átti þátt í fyrsta markinu og á tvær fyrirgjafir á Jón Daða og Gylfa snemma í leiknum sem ég hefði viljað sjá sigla í netið. Þá væri enginn að tala um að ég væri varnarmaður en ekki sóknarbakvörður."

„Maður tekur öllum landsleikjum fagnandi. Mér finnst ég ekki hafa eignað mér þessa stöðu, en mér finnst ég hafa skilað henni mjög vel í þessum leikjum sem ég er búinn að fá upp á síðkastið. Ég stefni á að halda áfram að gera það."

Hjörtur er að upplagi miðvörður og spilar þá stöðu með félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku.

„Ég vona einn daginn að ég fái að spila miðvörð með landsliðinu, en það gæti verið einhver bið á því á meðan þessir strákar eru að standa sig svona vel."

Verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið
Á morgun er andstæðingurinn Albaníu. Það er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM og þurfum við á stigunum þremur að halda.

„Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal."

„Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner