Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 16:31
Elvar Geir Magnússon
Mikil andstaða við HM á tveggja ára fresti - „Myndi drepa fótboltann"
Khalifa leikvangurinn í Katar, einn af völlunum á HM 2022.
Khalifa leikvangurinn í Katar, einn af völlunum á HM 2022.
Mynd: Getty Images
Hugmyndir FIFA um að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra hafa fallið í grýttan jarðveg.

Sebastian Coe forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að mikil óánægja sé innan íþróttahreyfingarinnar með þessar fyriráætlanir og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur líka lýst yfir andstöðu.

Deildakeppnir Evrópu sendu frá sér yfirlýsingu þar sem því er lýst yfir að þær séu á móti hugmyndum FIFA um breytingu á alþjóðlegu leikjadagskránni.

„Ég sé ekki jákvæðu hliðarnar á þessu," segir Coe. „Ég er mikill fótboltaáhugamaður en þessar breytingar myndu auka líkamlegt álag á leikmenn gríðarlega. Félög og deildir eru á móti þessu."

Hugmyndir FIFA eru á þá leið að EM yrði einnig á tveggja ára fresti.

„Ég tel að þetta geti ekki gengið upp því þetta stríðir gegn því sem fótboltinn stendur fyrir. Að spila mót sem tekur einn mánuð á hverju sumri drepur leikmenn," segir Ceferin. „Þetta yrði gott fyrir UEFA fjárhagslega en myndi drepa fótboltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner