Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. september 2022 11:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir í viðræður um að taka aftur við HB í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson staðfestir við Vísi að hann hafi samþykkt að fara í viðræður við færeyska félagið HB.

Hann stýrði HB 2018 og 2019, gerði liðið að færeyskum meistara fyrra árið og bikarmeistara það seinna. Liðið hafði verið í lægð áður en Heimir var ráðinn.

Samningur núverandi þjálfara HB, Dalibor Savic, rennur út eftir tímabilið sem lýkur í lok október.

Heimir, sem er 53 ára gamall, var látinn fara frá Vals fyrr á þessu tímabili en hann gerði Val að Íslandsmeisturum 2020. Frammistaða liðsins í fyrra og á þessu ári var ekki eftir væntingum.

HB er í 3. sæti færeysku deildarinnar, sextán stigum á eftir toppliði KÍ. Þá er liðið í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner