Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 09. september 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að spila," segir Andri Fannar Baldursson fyrirliði U21 landsliðsins.

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Andri spjallaði við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net fyrir æfingu á Víkingsvelli í dag.

„Við erum búnir að fara vel yfir leikinn gegn Dönum og það er hellingur af hlutum sem við getum bætt og líka góðir hlutir sem við gerðum. Við ætlum að fínpússa þetta fyrir leikinn gegn Wales og ætlum að vinna þann leik."

„Þetta verður mikil barátta. Þeir sparka mikið fram og eru líkamlega sterkir. Þetta verða meiri slagsmál en gegn Dönum. Við þurfum að vera til í baráttu og halda í okkar gildi."

„Við erum frá Íslandi og eigum að vera sterkir og til í baráttu. Við erum vel gíraðir í það. Við ætlum ekki að leyfa Wales að koma á okkar heimavöll og gera eitthvað."

„Við töpuðum 1-0 fyrir Wales úti og það var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Við ætlum að gera miklu betur heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur og til að láta sigurinn gegn Dönum telja verðum við að vinna þennan leik. Það er mikilvægt að við klárum þetta eins og menn."
Athugasemdir
banner
banner