Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 09. september 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að spila," segir Andri Fannar Baldursson fyrirliði U21 landsliðsins.

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Andri spjallaði við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net fyrir æfingu á Víkingsvelli í dag.

„Við erum búnir að fara vel yfir leikinn gegn Dönum og það er hellingur af hlutum sem við getum bætt og líka góðir hlutir sem við gerðum. Við ætlum að fínpússa þetta fyrir leikinn gegn Wales og ætlum að vinna þann leik."

„Þetta verður mikil barátta. Þeir sparka mikið fram og eru líkamlega sterkir. Þetta verða meiri slagsmál en gegn Dönum. Við þurfum að vera til í baráttu og halda í okkar gildi."

„Við erum frá Íslandi og eigum að vera sterkir og til í baráttu. Við erum vel gíraðir í það. Við ætlum ekki að leyfa Wales að koma á okkar heimavöll og gera eitthvað."

„Við töpuðum 1-0 fyrir Wales úti og það var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Við ætlum að gera miklu betur heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur og til að láta sigurinn gegn Dönum telja verðum við að vinna þennan leik. Það er mikilvægt að við klárum þetta eins og menn."
Athugasemdir
banner
banner