Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 09. september 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að spila," segir Andri Fannar Baldursson fyrirliði U21 landsliðsins.

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Andri spjallaði við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net fyrir æfingu á Víkingsvelli í dag.

„Við erum búnir að fara vel yfir leikinn gegn Dönum og það er hellingur af hlutum sem við getum bætt og líka góðir hlutir sem við gerðum. Við ætlum að fínpússa þetta fyrir leikinn gegn Wales og ætlum að vinna þann leik."

„Þetta verður mikil barátta. Þeir sparka mikið fram og eru líkamlega sterkir. Þetta verða meiri slagsmál en gegn Dönum. Við þurfum að vera til í baráttu og halda í okkar gildi."

„Við erum frá Íslandi og eigum að vera sterkir og til í baráttu. Við erum vel gíraðir í það. Við ætlum ekki að leyfa Wales að koma á okkar heimavöll og gera eitthvað."

„Við töpuðum 1-0 fyrir Wales úti og það var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Við ætlum að gera miklu betur heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur og til að láta sigurinn gegn Dönum telja verðum við að vinna þennan leik. Það er mikilvægt að við klárum þetta eins og menn."
Athugasemdir
banner
banner