Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 09. september 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að spila," segir Andri Fannar Baldursson fyrirliði U21 landsliðsins.

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Andri spjallaði við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net fyrir æfingu á Víkingsvelli í dag.

„Við erum búnir að fara vel yfir leikinn gegn Dönum og það er hellingur af hlutum sem við getum bætt og líka góðir hlutir sem við gerðum. Við ætlum að fínpússa þetta fyrir leikinn gegn Wales og ætlum að vinna þann leik."

„Þetta verður mikil barátta. Þeir sparka mikið fram og eru líkamlega sterkir. Þetta verða meiri slagsmál en gegn Dönum. Við þurfum að vera til í baráttu og halda í okkar gildi."

„Við erum frá Íslandi og eigum að vera sterkir og til í baráttu. Við erum vel gíraðir í það. Við ætlum ekki að leyfa Wales að koma á okkar heimavöll og gera eitthvað."

„Við töpuðum 1-0 fyrir Wales úti og það var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Við ætlum að gera miklu betur heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur og til að láta sigurinn gegn Dönum telja verðum við að vinna þennan leik. Það er mikilvægt að við klárum þetta eins og menn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner