Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: RÚV 
„Gæti dregist fram á morgun að fá niðurstöðu" hjá Víkingum
Það mun koma í ljós hvort Víkingur getur spilað á Kópavogsvelli...
Það mun koma í ljós hvort Víkingur getur spilað á Kópavogsvelli...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
...Eða á Tórsvelli í Færeyjum
...Eða á Tórsvelli í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikil óvissa er um hvar Víkingur mun spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni en líkur eru á því að liðið þurfi að spila í Færeyjum.


Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, ræddi við Fótbolta.net á dögunum en þar sagði hann að UEFA hafi gefið grænt ljós á að liðið gæti spilað á Kópavogsvelli.

„Það hefur núna komið í ljós að kostnaðurinn við að græja lýsingu er á bilinu 35-50 milljónir og það er engin fjárfesting í þessum búnaði, ljósin koma inn fyrir fyrsta leik og út eftir síðasta leik, eru leigð tímabundið. Þessar tölur urðu ekki ljósar fyrr en í gær og þær standa í ráðamönnum og þá sérstaklega borginni. Víkingur á ekki þennan pening. Það er verið að senda íslenska knattspyrnu úr landi, hún er bara á götunni. Íslenskur klúbbafótbolti er á götunni." sagði Haraldur.

Í frétt sem RÚV birti í kvöld kemur fram að málið sé á viðkvæmu stigi og Víkingur má ekki tjá sig um málið. Mikil fundarhöld hafa átt sér stað í allan dag en Víkingur fékk frest til miðnættis að staðfesta hver heimavöllurinn yrði.

Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, ræddi við RÚV vegna málsins.

„Það er verið að leita allra leiða til að Víkingur geti spilað heimaleiki sína á Íslandi. Það hafa verið haldnir fundir í dag og verða áfram í kvöld. Víkingur fær daginn í dag til að fara yfir stöðuna og það gæti dregist fram á morgun að fá niðurstöðu. Það eru margir óvissuþættir sem þarf að fara yfir og frá öllum hliðum. Við vonumst eftir að það finnist farsæl lausn,“ sagði Jörundur Áki.

Breiðablik lék heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í fyrra á Kópavogsvelli og Laugardalsvelli en liðið fékk undanþágu að spila á Kópavogsvelli vegna veðurs.


Athugasemdir
banner
banner
banner