Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
banner
   sun 09. nóvember 2014 09:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Halldór Kristinn: Erfitt að taka ekki þátt
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson.
Mynd: Leiknir.com
Varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Leikni í vikunni eftir að hafa leikið með Keflavík undanfarin tvö ár.

,,Það var mjög erfitt að taka ekki þátt í því þegar Leiknir komst upp en mér leið svo rosalega vel í Keflavík. Ég þurfti að hugsa mig aðeins um en að lokum var þetta rétt ákvörðun held ég," sagði Halldór Kristinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.

,,Mér hefur alltaf liðið vel með Kristjáni (Guðmundssyni) og það var erfitt að yfirgefa stað þar sem manni hefur liðið vel á. Ég hef verið í Breiðholtinu áður og ég veit að mér líður vel þar líka."

Halldór Kristinn mun berjast við Óttar Bjarna Guðmundsson og Edvard Börk Óttharsson um sæti í liðinu. ,,Ég geri mér fyllilega grein fyrir því. Leiknir fékk mjög fá mörk á sig. Frammistaða hafsentana var góð en samkeppni gerir mér og öðrum bara gott."

Leiknir mun taka þátt í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti næsta sumar. ,,Það eru allir mjög spenntir. Leiknir er lítið lið ef þú horfir á önnur lið í deildinni en minnimáttarkenndin er engin. Þetta verður rosalega spennandi og skemmtilegt."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner