Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   lau 09. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góður leikur af okkar hálfu og við erum í góðum takti ennþá á tímabilinu sem byrjaði fyrir rúmlega ári síðan. Við höfum það klárlega fram yfir hin liðin sem eru nýbyrjuð eftir langt frí og kannski fáir æfingar að vera í leikformi og fínu standi. Eins og í hinum leikjunum þá var þetta góð frammistaða sem skilaði sigri,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann Bose-mótið í þriðja sinn eftir 3-1 sigurinn á Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika í nokkuð þægilegum sigri á erkifjendum sínum.

Tímabilið hefur verið langt og strangt. Það segir ýmislegt þegar að liðið spilar tvö Bose-mót á einu tímabili, svo langt hefur það verið hjá Kópavogsliðinu. Er það ekkert farið að taka sinn toll?

„Nei, ég verð að gefa mönnum mikið hrós hvernig þeir hafa verið eftir að Íslandsmótinu lauk. Þeir hafa verið mjög fókuseraðir á verkefnið, góður andi á æfingum og menn hungraðir að ná góðri frammistöðu og úrslitum í Evrópuleikjunum. Þessir Bose-leikir hafa gert mikið fyrir menn að hafa þá inn í æfingavikunni. Við erum minna að pæla í andstæðingnum í Bose-leikjunum og meira í andstæðingnum í næsta leik í Evrópu og erum að nýta hvern leik til að undirbúa næsta leik í Evrópu og það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta.“

Síðasti leikur tímabilsins hjá Blikum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mætir það úkraínska liðinu Zorya í Póllandi.

„Við förum út á mánudaginn og þaðan til Köben og svo til Póllands þar sem við spilum við Zorya. Við erum staðráðnir í að eiga góða frammistöðu þar og reyna að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner