Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   lau 09. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góður leikur af okkar hálfu og við erum í góðum takti ennþá á tímabilinu sem byrjaði fyrir rúmlega ári síðan. Við höfum það klárlega fram yfir hin liðin sem eru nýbyrjuð eftir langt frí og kannski fáir æfingar að vera í leikformi og fínu standi. Eins og í hinum leikjunum þá var þetta góð frammistaða sem skilaði sigri,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann Bose-mótið í þriðja sinn eftir 3-1 sigurinn á Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika í nokkuð þægilegum sigri á erkifjendum sínum.

Tímabilið hefur verið langt og strangt. Það segir ýmislegt þegar að liðið spilar tvö Bose-mót á einu tímabili, svo langt hefur það verið hjá Kópavogsliðinu. Er það ekkert farið að taka sinn toll?

„Nei, ég verð að gefa mönnum mikið hrós hvernig þeir hafa verið eftir að Íslandsmótinu lauk. Þeir hafa verið mjög fókuseraðir á verkefnið, góður andi á æfingum og menn hungraðir að ná góðri frammistöðu og úrslitum í Evrópuleikjunum. Þessir Bose-leikir hafa gert mikið fyrir menn að hafa þá inn í æfingavikunni. Við erum minna að pæla í andstæðingnum í Bose-leikjunum og meira í andstæðingnum í næsta leik í Evrópu og erum að nýta hvern leik til að undirbúa næsta leik í Evrópu og það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta.“

Síðasti leikur tímabilsins hjá Blikum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mætir það úkraínska liðinu Zorya í Póllandi.

„Við förum út á mánudaginn og þaðan til Köben og svo til Póllands þar sem við spilum við Zorya. Við erum staðráðnir í að eiga góða frammistöðu þar og reyna að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner