Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
   lau 09. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góður leikur af okkar hálfu og við erum í góðum takti ennþá á tímabilinu sem byrjaði fyrir rúmlega ári síðan. Við höfum það klárlega fram yfir hin liðin sem eru nýbyrjuð eftir langt frí og kannski fáir æfingar að vera í leikformi og fínu standi. Eins og í hinum leikjunum þá var þetta góð frammistaða sem skilaði sigri,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann Bose-mótið í þriðja sinn eftir 3-1 sigurinn á Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika í nokkuð þægilegum sigri á erkifjendum sínum.

Tímabilið hefur verið langt og strangt. Það segir ýmislegt þegar að liðið spilar tvö Bose-mót á einu tímabili, svo langt hefur það verið hjá Kópavogsliðinu. Er það ekkert farið að taka sinn toll?

„Nei, ég verð að gefa mönnum mikið hrós hvernig þeir hafa verið eftir að Íslandsmótinu lauk. Þeir hafa verið mjög fókuseraðir á verkefnið, góður andi á æfingum og menn hungraðir að ná góðri frammistöðu og úrslitum í Evrópuleikjunum. Þessir Bose-leikir hafa gert mikið fyrir menn að hafa þá inn í æfingavikunni. Við erum minna að pæla í andstæðingnum í Bose-leikjunum og meira í andstæðingnum í næsta leik í Evrópu og erum að nýta hvern leik til að undirbúa næsta leik í Evrópu og það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta.“

Síðasti leikur tímabilsins hjá Blikum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mætir það úkraínska liðinu Zorya í Póllandi.

„Við förum út á mánudaginn og þaðan til Köben og svo til Póllands þar sem við spilum við Zorya. Við erum staðráðnir í að eiga góða frammistöðu þar og reyna að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner