Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 10. janúar 2023 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Árið byrjar vel hjá Jóni Daða - Sjáðu mark hans í kvöld
Íslenski framherjinn Jón Daði Böðvarsson skoraði annað mark sitt á árinu er hann kom Bolton Wanderers í 1-0 gegn Portsmouth í EFL-bikarnum fyrr í kvöld.

Jón Daði skoraði fyrsta mark sitt á árinu í 3-0 sigri á Barnsley þann 2. janúar og í kvöld kom annað mark hans.

Dion Charles sýndi líkamlegan styrk sinn og hélt varnarmanni Portsmouth frá sér áður en hann skapaði sér pláss og lagði boltann fyrir Jón Daða sem afgreiddi boltann snyrtilega í vinstra hornið.

Jón Daði er nú kominn með átta mörk fyrir Bolton á tímabilinu en hægt er að sjá áttunda mark hans hér fyrir neðan.


Athugasemdir