Leiknir R. vann nágranna sína í ÍR, 2-1, í A-riðli Reykjavíkurmóts karla á Domus-Nova vellinum í efra Breiðholti í kvöld.
Bæði lið höfðu spilað einn leik í mótinu þar sem ÍR vann 6-1 stórsigur á ungu liði Víkings á meðan Leiknir gerði 2-2 jafntefli við Fjölni, en Leiknismönnum tókst að komast upp fyrir ÍR á töflunni með sigrinum í kvöld.
ÍR-ingar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en þegar hálftími var til leiksloka jafnaði Stefan Bilic.
Á lokamínútum leiksins settu ÍR-ingar boltann í eigið net og lokatölur því 2-1 Leikni í vil.
Leiknismenn eru með 4 stig á meðan ÍR er með 3 stig eftir tvo leiki.
ÍR spilar næst við Fjölni á miðvikudag en Leiknir mætir KR-ingum 20. janúar.
Athugasemdir