Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 10. apríl 2023 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Varð alltof passíft
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Full credit á strákanna sem voru geggjaðir í fyrri hálfleik. Við áttum að taka með okkur stærri forystu inn í hálfleik og fengum færin til þess að skora fleiri mörk það er klárt. Að sama skapi þá er seinni hálfleikur svekkjandi. Varð alltof passíft og við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap Eyjamanna gegn Val á Origo vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 ÍBV

Pressa ÍBV var í einu orði frábær í fyrri hálfleik og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með að leysa úr henni. Hið sama var ekki upp á tengingnum í þeim síðari þar sem allur þungi var úr og menn virkuðu skrefinu eftir á.

„Það var of passívt og við vorum bara aðeins of langt frá mönnum. Við erum ekki vanir að gera þetta en fyrsti leikur og kominn yfir og ert að verja eitthvað þá fer maður í skotgrafirnar. Það var ekki planið hjá okkur og við ætluðum að halda áfram að stíga aðeins á þá en það riðlaðist aðeins.“

Hermann var þó að mestu ánægður með leik sinna manna sem að sýndu það að þeir eru engir aukvisar í þessari deild.

„Við vitum það alveg sjálfir að þegar við erum í standi og allir eru "on it" þá er erfitt að eiga við okkur.“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner