„Full credit á strákanna sem voru geggjaðir í fyrri hálfleik. Við áttum að taka með okkur stærri forystu inn í hálfleik og fengum færin til þess að skora fleiri mörk það er klárt. Að sama skapi þá er seinni hálfleikur svekkjandi. Varð alltof passíft og við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap Eyjamanna gegn Val á Origo vellinum fyrr í kvöld.
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap Eyjamanna gegn Val á Origo vellinum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 ÍBV
Pressa ÍBV var í einu orði frábær í fyrri hálfleik og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með að leysa úr henni. Hið sama var ekki upp á tengingnum í þeim síðari þar sem allur þungi var úr og menn virkuðu skrefinu eftir á.
„Það var of passívt og við vorum bara aðeins of langt frá mönnum. Við erum ekki vanir að gera þetta en fyrsti leikur og kominn yfir og ert að verja eitthvað þá fer maður í skotgrafirnar. Það var ekki planið hjá okkur og við ætluðum að halda áfram að stíga aðeins á þá en það riðlaðist aðeins.“
Hermann var þó að mestu ánægður með leik sinna manna sem að sýndu það að þeir eru engir aukvisar í þessari deild.
„Við vitum það alveg sjálfir að þegar við erum í standi og allir eru "on it" þá er erfitt að eiga við okkur.“
Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir