„Þetta var mjög flottur sigur í fyrsta leik," sagði Bojana Besic, þjálfari KR, eftir 1-0 sigur á Selfossi í fyrsta leik liðsins í Pepsi-deild kvenna. KR gat ekki spilað í 1. umferðinni gegn ÍBV vegna veðurs.
„Það var erfitt að koma sér af stað, en eftir 20 mínútur byrjuðum við að spila vel. Við gerðum það sem þurfti í fyrri hálfleik, skoruðum eitt mark. Við þurftum að verjast meira í seinni hálfleik en við vorum agaðar og náðum að verjast vel."
„Það var erfitt að koma sér af stað, en eftir 20 mínútur byrjuðum við að spila vel. Við gerðum það sem þurfti í fyrri hálfleik, skoruðum eitt mark. Við þurftum að verjast meira í seinni hálfleik en við vorum agaðar og náðum að verjast vel."
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 1 KR
„Við komum hér í dag til að taka þrjú stig, við gerðum það og ég er mjög ánægð með það."
„Þetta var ekki fallegur fótbolti en það þarf ekki alltaf að vera fallegur fótbolti, við gerðum það sem við þurftum til að vinna."
Undir lok leiksins sendi Selfoss markvörð sinn, Caitlyn, fram og komst hún nálægt því að skora.
„Ég hefði líka sent markvörðinn fram, ég er ánægð að Alfreð gerði það. Það kom upp stress hjá mér, en ég hafði engar efasemdir."
Hér að ofan er viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























