Oliver Stefánsson mun ekki spila knattspyrnu næsta hálfa árið í það minnsta.
Skagamaðurinn fékk blóðtappa rétt fyrir neðan háls og þarf að halda sig frá keppnisvellinum.
Skagamaðurinn fékk blóðtappa rétt fyrir neðan háls og þarf að halda sig frá keppnisvellinum.
Oliver staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net en möguleiki er á að hann verði lengur frá.
„Það er bara áfram gakk, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Oliver sem sneri í vetur til baka eftir langa fjarveru utan vallar.
Oliver verður nítján ára í ágúst en hann gekk í raðir Norrköping í Svíþjóð haustið 2018.
Athugasemdir