Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 10. júní 2018 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Markmennirnir byrjuðu með „þungan bakpoka" á æfingunni
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Nú er hann mættur með íslenska landsliðinu til Rússlands þar sem undirbúningur fyrir fyrsta leik gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu er í fullum gangi.

Hann viðurkennir að það hafi verið aðeins þungt yfir markmönnunum í byrjun æfingunnar en það hafi þó verið fljótt að breytast.

„Þetta var aðeins þungt yfir í byrjun æfingunnar. Þetta var eins og menn væru með bakpoka með einhverjum steinum í. Hannes (Þór Halldórsson) tók frumkvæðið síðan ákváðum við allir að losa þennan bakpoka og tæma hann og þá varð létt yfir öllum," sagði Guðmundur.

Í markmannshópnum eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Frederik Schram og Rúnar Alex Rúnarsson. Þeir tveir síðastnefndu eru á sínu fyrsta stórmóti.

„Það hefur verið mjög gaman í þessum hópi en auðvitað er erfitt, kannski var einhver ferðaþreyta í mönnum. Þessi æfing var frábær og stundum þarf maður að létta á sér og við gerðum það saman allir fjórir og æfingin í framhaldinu var frábær."

Hannes Þór Halldórsson lék síðasta æfingaleik landsliðsins fyrir HM gegn Gana en hann var hvíldur í leiknum gegn Noregi.

„Hann er 100% klár. Við gerðum rétt með því að hvíla hann gegn Noregi og vera ekki að taka neina sénsa. Það hefði verið mjög óskynsamlegt. Maður hefði aldrei fyrirgefið sér það eftir á. Allir markmennirnir eru í toppstandi og Hannes hefur aldrei að mínu mati litið betur út."

Viðtalið í heild sinni við Guðmund er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir hann til að mynda um það hvernig hann og Frederik Schram tækluðu leikinn gegn Noregi þar sem Frederik Schram var mikið á milli tannanna á fólki eftir slæm mistök í markinu.
Athugasemdir
banner