Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Ingibjörg: Að syrgja þetta mót er ömurleg tilfinning
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
banner
   sun 10. júní 2018 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Markmennirnir byrjuðu með „þungan bakpoka" á æfingunni
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Nú er hann mættur með íslenska landsliðinu til Rússlands þar sem undirbúningur fyrir fyrsta leik gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu er í fullum gangi.

Hann viðurkennir að það hafi verið aðeins þungt yfir markmönnunum í byrjun æfingunnar en það hafi þó verið fljótt að breytast.

„Þetta var aðeins þungt yfir í byrjun æfingunnar. Þetta var eins og menn væru með bakpoka með einhverjum steinum í. Hannes (Þór Halldórsson) tók frumkvæðið síðan ákváðum við allir að losa þennan bakpoka og tæma hann og þá varð létt yfir öllum," sagði Guðmundur.

Í markmannshópnum eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Frederik Schram og Rúnar Alex Rúnarsson. Þeir tveir síðastnefndu eru á sínu fyrsta stórmóti.

„Það hefur verið mjög gaman í þessum hópi en auðvitað er erfitt, kannski var einhver ferðaþreyta í mönnum. Þessi æfing var frábær og stundum þarf maður að létta á sér og við gerðum það saman allir fjórir og æfingin í framhaldinu var frábær."

Hannes Þór Halldórsson lék síðasta æfingaleik landsliðsins fyrir HM gegn Gana en hann var hvíldur í leiknum gegn Noregi.

„Hann er 100% klár. Við gerðum rétt með því að hvíla hann gegn Noregi og vera ekki að taka neina sénsa. Það hefði verið mjög óskynsamlegt. Maður hefði aldrei fyrirgefið sér það eftir á. Allir markmennirnir eru í toppstandi og Hannes hefur aldrei að mínu mati litið betur út."

Viðtalið í heild sinni við Guðmund er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir hann til að mynda um það hvernig hann og Frederik Schram tækluðu leikinn gegn Noregi þar sem Frederik Schram var mikið á milli tannanna á fólki eftir slæm mistök í markinu.
Athugasemdir
banner