Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 10. júní 2018 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Markmennirnir byrjuðu með „þungan bakpoka" á æfingunni
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Guðmundur Hreiðarsson á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Gummi ræðir hér við markmenn íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Nú er hann mættur með íslenska landsliðinu til Rússlands þar sem undirbúningur fyrir fyrsta leik gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu er í fullum gangi.

Hann viðurkennir að það hafi verið aðeins þungt yfir markmönnunum í byrjun æfingunnar en það hafi þó verið fljótt að breytast.

„Þetta var aðeins þungt yfir í byrjun æfingunnar. Þetta var eins og menn væru með bakpoka með einhverjum steinum í. Hannes (Þór Halldórsson) tók frumkvæðið síðan ákváðum við allir að losa þennan bakpoka og tæma hann og þá varð létt yfir öllum," sagði Guðmundur.

Í markmannshópnum eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Frederik Schram og Rúnar Alex Rúnarsson. Þeir tveir síðastnefndu eru á sínu fyrsta stórmóti.

„Það hefur verið mjög gaman í þessum hópi en auðvitað er erfitt, kannski var einhver ferðaþreyta í mönnum. Þessi æfing var frábær og stundum þarf maður að létta á sér og við gerðum það saman allir fjórir og æfingin í framhaldinu var frábær."

Hannes Þór Halldórsson lék síðasta æfingaleik landsliðsins fyrir HM gegn Gana en hann var hvíldur í leiknum gegn Noregi.

„Hann er 100% klár. Við gerðum rétt með því að hvíla hann gegn Noregi og vera ekki að taka neina sénsa. Það hefði verið mjög óskynsamlegt. Maður hefði aldrei fyrirgefið sér það eftir á. Allir markmennirnir eru í toppstandi og Hannes hefur aldrei að mínu mati litið betur út."

Viðtalið í heild sinni við Guðmund er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir hann til að mynda um það hvernig hann og Frederik Schram tækluðu leikinn gegn Noregi þar sem Frederik Schram var mikið á milli tannanna á fólki eftir slæm mistök í markinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner