Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 10. júní 2021 21:57
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári hreinskilinn: Við erum ekki Breiðablik
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Hulda Margrét
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fékk Janssen bóluefni í Laugardalshöll í morgun og fagnaði svo dramatískum sigri gegn Gróttu í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Alvöru dagur, þetta var virkilega sætt. Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en við betri í seinni. Þetta er nákvæmlega eins og við lögðum upp leikinn, við ætluðum að leyfa þeim að föndra með boltann og sækja svo hratt á þá," segir Davíð.

Greinilegt var í leiknum að Davíð var ekki að fara að sætta sig við jafntefli. Hann dreif sína menn áfram í að finna sigurmarkið í lokin.

„Ég vildi öll stigin þrjú, við hefðum mögulega getað skorað fyrr en í lokin fannst mér við í raun vilja þetta meira."

Þessi sigur gefur Kórdrengjum heilmikið og togar liðið upp töfluna, það má segja að þeir stimpli sig nú inn í baráttu um að enda í topp tveimur.

„Byrjunin á mótinu var ekki alveg eins og við lögðum upp með. Það var stress í okkur og ég get kannski sjálfum mér um kennt þar. Ég fæ rautt spjald í fyrsta leik og það var hálf barnalegt að haga sér svona í fyrsta leik. En það er komið ákveðið jafnvægi í liðið."

„Við fórum kannski aðeins fram úr okkur í byrjun móts og ætluðum að spila öðruvísi fótbolta en við erum vanir. Við erum ekki Breiðablik og ætlum ekki að snerta boltann 500 sinnum áður en við skorum mark. Mér er alveg sama þó við snertum boltann þrisvar í leik og skorum þrjú mörk. Þannig lið erum við, við viljum að úrslitin séu góð."

„Stemningin hefur fylgt okkur í gegnum allar deildir og þó við séum komnir á hærra level þá væri kjánalegt að stimpla það út. Kröfurnar eru vissulega harðari og menn mega ekki haga sér eins og fífl í miðri viku, en ef menn ná í þrjú stig og það er vika í næsta leik þá mega menn leika sér."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner