Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 10. júní 2021 21:57
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári hreinskilinn: Við erum ekki Breiðablik
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Hulda Margrét
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fékk Janssen bóluefni í Laugardalshöll í morgun og fagnaði svo dramatískum sigri gegn Gróttu í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Alvöru dagur, þetta var virkilega sætt. Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en við betri í seinni. Þetta er nákvæmlega eins og við lögðum upp leikinn, við ætluðum að leyfa þeim að föndra með boltann og sækja svo hratt á þá," segir Davíð.

Greinilegt var í leiknum að Davíð var ekki að fara að sætta sig við jafntefli. Hann dreif sína menn áfram í að finna sigurmarkið í lokin.

„Ég vildi öll stigin þrjú, við hefðum mögulega getað skorað fyrr en í lokin fannst mér við í raun vilja þetta meira."

Þessi sigur gefur Kórdrengjum heilmikið og togar liðið upp töfluna, það má segja að þeir stimpli sig nú inn í baráttu um að enda í topp tveimur.

„Byrjunin á mótinu var ekki alveg eins og við lögðum upp með. Það var stress í okkur og ég get kannski sjálfum mér um kennt þar. Ég fæ rautt spjald í fyrsta leik og það var hálf barnalegt að haga sér svona í fyrsta leik. En það er komið ákveðið jafnvægi í liðið."

„Við fórum kannski aðeins fram úr okkur í byrjun móts og ætluðum að spila öðruvísi fótbolta en við erum vanir. Við erum ekki Breiðablik og ætlum ekki að snerta boltann 500 sinnum áður en við skorum mark. Mér er alveg sama þó við snertum boltann þrisvar í leik og skorum þrjú mörk. Þannig lið erum við, við viljum að úrslitin séu góð."

„Stemningin hefur fylgt okkur í gegnum allar deildir og þó við séum komnir á hærra level þá væri kjánalegt að stimpla það út. Kröfurnar eru vissulega harðari og menn mega ekki haga sér eins og fífl í miðri viku, en ef menn ná í þrjú stig og það er vika í næsta leik þá mega menn leika sér."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner