Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Snorri talar um íslensku leiðina - „Þá færðu alltaf verðlaun"
Icelandair
Fagna markinu gegn Englandi
Fagna markinu gegn Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland vann glæsilegan 1-0 sigur á Englandi á Wembley á föstudagskvöldið en leikur Hollands og Íslands er við það að fara af stað.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Ísland var lítið með boltann gegn Englandi en varðist gríðarlega vel, gamla góða Ísland. Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að það væri mikilvægt að halda í gömlu og góðu gildin.

„Við áttum frábæran leik á Wembley og nutum þess svo sannarlega að vinna leikinn. VIð þurfum líka að vera raunsæir og þá er mikilvægt að vita fyrir hvað maður stendur. Í dag ætlum við að spila okkar íslensku leið og halda áfram að reyna vera betri í henni," sagði Davíð Snorri.

„Við munum alltaf fá verðlaun. Sjáðu færið sem Jón Dagur fær í síðasta leik, við vorum búnir að verja okkar helming samfleytt í þrjár mínútur og elska það og þá færðu alltaf verðlaun. Fyrir þá sem vilja telja sendingar, þegar við fáum verðlaunin getum við alveg spilað á milli okkar, þetta eru góðir leikmenn, taktískt, tæknilega og hugarfarslega. Þá erum við komnir í einhverjar 16-17 sendingar áður en við skorum."


Athugasemdir
banner
banner