Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   mán 10. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar um Haugesund: Greinilega hægt að skilgreina stuðning á margan hátt
Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manoharan.
Manoharan.
Mynd: Haugesund
Mynd: Haugesund
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson í dag eftir að KR tilkynnti hann nýjan starfsmann knattspyrnudeildar félagsins.

Hann var þar spurður út í meistaraflokksþjálfun en hann hefur frá árinu 2017 verið í slíku starfi; fyrst hjá Gróttu, svo Breiðabliki og síðast hjá Haugesund í Noregi. Hann hætti hjá Haugesund fyrir rúmum mánuði eftir tæpt hálft ár í starfi.

Er einhver eftirsjá, eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi hjá Haugesund?

„Fullt af hlutum sem maður hefði viljað gera öðruvísi, sérstaklega í byrjun. Eins og ég hef sagt áður þá snýst þetta mikið um tilfinningar, snýst svo mikið um hvernig ég upplifi hlutina og svo höfum við séð að það eru aðrir sem upplifa þá á allt annan hátt. Hvernig skilgreinirðu stuðning? Hann getur greinilega verið skilgreindur á margan hátt. Kannski hefði ég átt að vinna betri undirbúningsvinnu áður en ég fór út."

„En ég sé ekki eftir því að hafa hætt á þeim tímapunkti sem ég hætti. Ég held að það hafi verið hárrétt hjá mér,"
sagði Óskar.

Í viðtali við Stöð 2 Sport á dögunum sagði Óskar eftirfarandi:

„Mér fannst ekki allir vera að ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég vera að feta annan veg heldur en margir aðrir þarna og á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara."

Óskari fannst Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarmaður hans og nú aðalþjálfari Haugesund, vera að vinna gegn sér.

Manoharan tjáði sig um ummæli Óskars og sagði eftirfarandi:

„Ég get ekki tjáð mig um tilfinningar Óskars þar sem þetta er hans túlkun á stöðunni. Það sem ég get sagt er með 100 prósent vissu er að hvorki ég né starfsliðið í kringum hann höfum gert eitthvað til að fara á móti Óskari, þvert á móti."

Framkvæmdastjóri Haugesund tjáði sig á sama tíma. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Manoharan og aðrir úr þjálfarateyminu unnu ekki gegn Óskari. Manoharan studdi við hugmyndir Óskars. Það er synd að Óskari líði svona en við höfum ekkert nema gott um hann að segja."
Athugasemdir
banner
banner
banner