Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júlí 2020 15:30
Innkastið
„Valgeir hlýtur að vera búinn að ná sætinu"
Valgeir fagnar marki gegn Víkingi.
Valgeir fagnar marki gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson kom öflugur inn í lið Vals í 5-1 sigri á Víkingi R. í fyrrakvöld. Hinn 18 ára gamli Valgeir er réttfættur en hann byrjaði í vinstri bakverði og skoraði tvö mörk í sigri Valsmanna.

Valgeir byrjaði einnig í 4-0 sigri á HK á dögunum en hann var á bekknum í 4-1 tapinu gegn ÍA í síðustu viku. Gegn Víkingi kom Valgeir aftur inn í liðið fyrir færeyska bakvörðinn Magnús Egilsson.

„Valgeir Lunddal hlýtur að vera búinn að ná sætinu af Magnúsi," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

„Ég sagði eftir fyrstu umferð að þessi Magnús er ekki nógu góður fyrir þetta Valslið," sagði Gunnar Birgisson.

Valgeir kom til Vals frá Fjölni í fyrra en hann hefur verið í yngri landsliðum Íslands.

Gegn Víkingi voru Kristinn Freyr Sigurðsson og Lasse Petry komnir inn í lið Vals fyrir Sigurð Egil Lárusson og Orra Sigurð Ómarsson en Sebastian Hedlund fór af miðjunni í vörnina.

Nánar var rætt um lið Vals í Innkastinu.
Innkastið - KA í brekku og öftustu menn gefa mörk á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner
banner