Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. september 2022 11:00
Aksentije Milisic
Óvissa með leik Rangers og Napoli - Viðræður við UEFA og lögregluna
Stuðningsmenn Rangers.
Stuðningsmenn Rangers.
Mynd: Getty Images

Rangers hefur staðfest það að félagið er að ræða við bæði UEFA og lögregluna í Skotlandi varðandi leik liðsins gegn Napoli sem á að vera á Ibrox vellinum á þriðjudaginn.


Elísabet Englandsdrottning lést í fyrradag og í kjölfarið ákváðu félögin í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki um helgina. Skoska deildin tók sömu ákvörðun en ekki verður spilað þar um þessa helgi.

Ekki er ljóst hvort að leikur Rangers og Napoli fari fram á þriðjudaginn en Rangers kom með stutta yfirlýsingu í gær þar sem félagið sagði að viðræður væru í gangi og stuðningsmenn ættu að vera klárir í að brugðið gæti til beggja vona.

Eins og staðan er þessa stundina er leikurinn á dagskrá en það gæti breyst og mun það skýrast fljótlega.

Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var spurður að þessu á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Spezia í dag en hann sagði að það væri enginn frá UEFA búinn að hafa samband við ítalska liðið enn sem komið er.

Í gær var það staðfest að leikur Manchester City og Dortmund muni fara fram og einnig leikur Arsenal og PSV í Evrópudeildinni. Þá mun Man Utd mæta Sheriff á útivelli á fimmtudaginn í Evrópudeildinni og sá leikur hefur einnig verið staðfestur.


Athugasemdir
banner
banner
banner