Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 10. september 2024 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Toppsætið gæti verið í boði
Icelandair
Kristall Máni er á sínum stað.
Kristall Máni er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum gegn Danmörku fagnað.
Sigrinum gegn Danmörku fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:30 hefst á Víkingsvelli viðureign íslenska U21 landsliðsins og þess velska í undankeppni EM 2025. Stöðuna í undankeppninni má sjá hér neðst.

Ísland vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku á föstudag þar sem Kristall Máni Ingason skoraði þrennu og Ari Sigurpálsson skoraði eitt.

Wales er með ellefu stig eftir sex leiki og Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Klukkan 16:00 mætast Danmörk og Tékkland en þau lið berjast við Ísland og Wales um tvö efstu sætin í riðlinum. Ef Ísland vinnur og Danmörk misstígur sig þá fer Ísland á topp riðilsins.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, er búinn að opinbera byrjunarliðið og er það óbreytt frá sigrinum gegn Dönum.

Byrjunarlið Íslands:
1. Lúkas Petersson (m)
3. Róbert Orri Þorkelsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
21. Eggert Aron Guðmundsson
22. Daníel Freyr Kristjánsson
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 7 4 2 1 16 - 8 +8 14
2.    Wales 7 4 2 1 12 - 9 +3 14
3.    Ísland 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
4.    Tékkland 6 2 2 2 8 - 10 -2 8
5.    Litháen 6 0 0 6 5 - 13 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner