Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 10. september 2024 11:12
Elvar Geir Magnússon
Spilaði með Man Utd í Meistaradeildinni og leikur á Víkingsvelli í dag
Icelandair
Charlie Savage.
Charlie Savage.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Charlie Savage, miðjumaður Reading og fyrrum leikmaður Manchester United og Forrest Green, er meðal leikmanna velska U21 landsliðsins sem mætir því íslenska á Víkingsvelli klukkan 16:30 í dag.

„Nafnið Savage vekur athygli en hann er sonur Robbie Savage sem er fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og þekkt nafn á Englandi," skrifar Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net í upphitunarmolum fyrir leikinn en hann verður í beinni textalýsingu.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Charlie náði að spila leik með aðalliði Manchester United þegar hann kom inn á gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu 8. desember 2021. Hann á þá tvo A -landsleiki fyrir Wales.

Í upphitun fyrir leikinn fjallar Sölvi einnig um Zachary Ashworth og Lewis Koumas sem áhugaverða leikmenn í velska liðinu.

Ísland vann Danmörku á föstudaginn og leikurinn gegn Wales er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um að komast í lokakeppni EM.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 8 5 2 1 18 - 8 +10 17
2.    Tékkland 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
3.    Wales 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
4.    Ísland 8 3 0 5 9 - 14 -5 9
5.    Litháen 8 1 0 7 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner