fim 10. október 2019 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Belgía á EM - Holland vann dramatískan sigur
Lukaku skoraði tvö af níu mörkum Belgíu sem tryggði sig inn á EM.
Lukaku skoraði tvö af níu mörkum Belgíu sem tryggði sig inn á EM.
Mynd: Getty Images
Memphis gerði tvö fyrir Holland.
Memphis gerði tvö fyrir Holland.
Mynd: Getty Images
Bruno Petkovic átti góðan leik fyrir Króata.
Bruno Petkovic átti góðan leik fyrir Króata.
Mynd: Getty Images
Lewandowski fór fyrir sínum mönnum. Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta.
Lewandowski fór fyrir sínum mönnum. Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta.
Mynd: Getty Images
Rússland burstaði Skotland og er ekki langt frá því að komast inn á Evrópumótið.
Rússland burstaði Skotland og er ekki langt frá því að komast inn á Evrópumótið.
Mynd: Getty Images
Belgía varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sig inn á EM 2020 - EM alls staðar. Það voru 10 leikir í undankeppninni í dag og í kvöld.

Tvö efstu liðin í riðlunum fara beint á Evrópumótið. Í mars á næsta ári verður svo haldið umspil þar sem það ræðst hvaða fjórar þjóðir verða síðastar til að tryggja sig inn á mótið. Þetta umspil veltur á árangri liða í Þjóðadeildinni.

C-riðill:
Hollendingar náðu að vinna dramatískan sigur á Norður-Írlandi þegar liðin mættust í Rotterdam.

Josh Magennis, sóknarmaður Hull, kom Norður-Írum yfir á 76. mínútu, en forystan entist aðeins í fimm mínútur. Memphis Depay jafnaði eftir sendingu frá Donyell Malen.

Það virtist stefna í jafntefli, en í uppbótartímanum gerði hollenska liðið sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Luke de Jong og Memphis skoruðu mörkin.

Lokatölur 3-1 fyrir Hollandi sem er núna á toppnum í C-riðlinum með 12 stig. Þýskaland og Norður-Írland eru einnig með 12 stig. Holland og Þýskaland hafa leikið fimm leiki á meðan Norður-Írland hefur leikið sex leiki.

Hvíta-Rússland og Eistland mættust í C-riðlinum fyrr í dag og þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Eftir sex leiki er Hvíta-Rússland með sex stig og Eistland með eitt stig.

Holland 3 - 1 Norður-Írland
0-1 Josh Magennis ('76 )
1-1 Memphis Depay ('81 )
2-1 Memphis Depay ('90 )
3-1 Luuk de Jong ('90 )

Hvíta-Rússland 0 - 0 Eistland

E-riðill:
Í E-riðli er Króatía í góðum málum eftir þægilegan sigur á Ungverjalandi á heimavelli. Bruno Petkovic, sóknarmaður Dinamo Zagreb, gerði tvö mörk og skoraði Luka Modric eitt í 3-0 sigri.

Króatía er með 13 stig á toppi riðilsins eftir sex leiki spilaða, Ungverjaland með níu stig.

Slóvakía og Wales skildu jöfn, 1-1, í hinum leik riðilsins sem var spilaður í kvöld. Slóvakía er með 10 stig í öðru sæti eftir sex leiki, Wales hefur spilað fimm leiki og er með sjö stig í fjórða sæti.

Slóvakia 1 - 1 Wales
0-1 Kieffer Moore ('25 )
1-1 Juraj Kucka ('53 )
Rautt spjald: Norbert Gyömber, Slóvakía ('88)

Króatía 3 - 0 Ungverjaland
1-0 Luka Modric ('5 )
2-0 Bruno Petkovic ('24 )
3-0 Bruno Petkovic ('42 )
3-0 Ivan Perisic ('55 , Misnotað víti)

G-riðill:
Robert Lewandowski og félagar hans í pólska landsliðinu fór til Lettlands og unnu þar öruggan sigur. Lewandowski skoraði öll þrjú mörk Póllands í 3-0 sigri.

Pólland er á toppi G-riðils með 16 stig, fimm stigum meira en Austurríki, Norður-Makedónía og Slóvenía (öll með 11 stig eftir sjö leiki).

Lettlandi hefur ekki gengið vel í riðlinum, Lettar eru án stiga eftir sjö leiki.

Tveir aðrir leikir voru í riðlinum í kvöld. Norður-Makedónía hafði betur gegn Slóveníu og vann Austurríki sigur á Ísrael, sem er í fimmta sæti með átta stig. Baráttan um annað sætið er hörð.

Lettland 0 - 3 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('9 )
0-2 Robert Lewandowski ('13 )
0-3 Robert Lewandowski ('76 )

Norður-Makedónía 2 - 1 Slóvenía
1-0 Eljif Elmas ('50 )
2-0 Eljif Elmas ('68 )
2-1 Josip Ilicic ('90 , víti)

Austurríki 3 - 1 Ísrael
0-1 Eran Zahavi ('34 )
1-1 Valentino Lazaro ('41 )
2-1 Martin Hinteregger ('56 )
3-1 Marcel Sabitzer ('88 )

I-riðill:
Að lokum að I-riðlinum þar sem Belgía skoraði níu mörk gegn arfaslöku liði San Marínó, 9-0. Með sigrinum varð Belgía fyrsta liðið til að tryggja sig inn á EM sem fram fer næsta sumar.

Romelu Lukaku var markahæstur í liði Belgíu með tvö mörk.

Belgía hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni til þessa, San Marínó hefur tapað öllum sínum.

Rússland er í öðru sæti riðilsins með 18 stig eftir öruggan 4-0 sigur á Skotlandi. Rússar eru ekki langt frá farseðlinum á EM, eru með átta stiga forskot á Kýpur í þriðja sæti.

Kýpur er með 10 stig eftir 2-1 sigur á Kasakstan, sem er með sjö stig, einu stigi meira en Skotland.

Kasakstan 1 - 2 Kýpur
1-0 Temirlan Yerlanov ('34 )
1-1 Pieros Sotiriou ('73 )
1-2 Nicolas Ioannou ('84 )

Rússland 4 - 0 Skotland
1-0 Artem Dzyuba ('57 )
2-0 Magomed Ozdoev ('60 )
3-0 Artem Dzyuba ('70 )
4-0 Aleksandr Golovin ('84)

Belgía 9 - 0 San-Marínó
1-0 Romelu Lukaku ('28 )
2-0 Nacer Chadli ('31 )
3-0 Cristian Brolli ('35 , sjálfsmark)
4-0 Romelu Lukaku ('41 )
5-0 Toby Alderweireld ('43 )
6-0 Youri Tielemans ('45 )
7-0 Christian Benteke ('79 )
8-0 Yari Verschaeren ('84 , víti)
9-0 Timothy Castagne ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner