
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður á fréttamannafundi í dag út í bikarúslitaleikinn sem félagslið hans, Al Arabi í Katar, leikur í dag.
Aron fékk leyfi frá Al Arabi til þess að spila leikina gegn Rúmeníu og Danmörku.
Aron fékk leyfi frá Al Arabi til þess að spila leikina gegn Rúmeníu og Danmörku.
Kom aldrei til greina fyrir Aron að fara til Katar efir leikinn gegn Rúmeníu til að spila úrslitaleikinn?
„Ég hefði aldrei náð að fara út til að spila bikarúrslitaleikinn. Ég fékk leyfi til að spila bæði Rúmeníu og Dana leikinn. Ég þakka Heimi [Hallgrímssyni] og klúbbnum fyrir það," sagi Aron Einar.
„Ég er spenntur fyrir morgundeginum [Danaleiknum] og maður horfir [á bikarúrslitaleikinn] á eftir. Vonandi bíður mín medalía þegar ég kem út. Birkir [Bjarnason] ætti líka að fá medalíu," bætti Aron við.
Sjá einnig:
Bikarúrslit í Katar: Heimir gegn Xavi
Athugasemdir