Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. nóvember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
landsliðið
Jovetic á sínum stað í svartfellska hópnum sem mætir Íslandi
Icelandair
Stevan Jovetic í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Stevan Jovetic í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Brnovic.
Milos Brnovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Driton Camaj.
Driton Camaj.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga.
Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga.
Mynd: Getty Images
Í gær opinberaði Robert Prosinecki, landsliðsþjálfari Svartfjallalands, hóp sinn sem mætir Íslandi í Niksic í Svartfjallalandi næsta laugardag. Það er fátt sem kemur á óvart í vali hans.

Varnarjaxlinn Stefan Savic er enn fjarverandi en hann hefur ekkert spilað í Þjóðadeildinni. Fyrirliðinn og sóknarmaðurinn Stevan Jovetic er á sínum stað í hópnum en hann er þekktasti leikmaður liðsins og hefur spilað alla leikina í riðlinum.

Jovetic fagnaði á dögunum 35 ára afmæli sínu en hann leikur í dag fyrir Omonia á Kýpur. Hann hefur leikið með liðum á borð við Man City, Inter og Sevilla á ferlinum.

Allir leikmennirnir sem byrjuðu leiki Svartfjallalands í síðasta glugga eru í hópnum. Ungstirnið Vasilije Adzic getur ekki verið með en þessi 18 ára leikmaður meiddist á æfingu með Juventus.

Tapað leikjunum naumlega
Svartfellingar eru án stiga á botni riðilsins í Þjóðadeildinni en þeir töpuðu 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands. Síðan þá hefur liðið tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum öllum með eins marks mun.

Í síðasta glugga tapaði Svartfjallaland báðum leikjum sínum, gegn Wales og Tyrklandi, 1-0 og alveg ljóst að markaskorun hefur verið hausverkur fyrir liðið. Nú er komið að lokaleikjunum í riðlinum og Svartfjallaland mun mæta Íslandi og Tyrklandi.

„Við förum inn í þessa leiki með það markmið að bæta frammistöðu okkar frá fyrri leikjum í keppninni. Það eru tveir ólíkir leikir sem bíða okkar, tvö lið með mjög ólíka leikstíla. Við erum ákveðnir í að klára þennan riðil á eins góðan hátt og mögulegt er," segir Prosinecki.

Fá ekki að spila í höfuðborginni
Leikur Svartfjallalands gegn Íslandi á laugardag verður spilaður í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica. Skoðun UEFA á þjóðarleikvangnum í Podgorica leiddi í ljós að vallarflöturinn sé ekki nægilega góður.

Heimaleikur Svartfellinga gegn Wales í september var einnig spilaður í Niksic þar sem völlurinn í Podgorica þótti óleikhæfur. Svartfellingar segja að talsverð bæting hafi orðið á vellinum síðan í september en þó ekki nægilega mikil að mati UEFA.

Það er um klukkutíma akstursfjarlægð frá Podgorica til Niksic. Leikvangurinn í Niksic tekur aðeins um 5 þúsund áhorfendur en þjóðarleikvangurinn tekur rúmlega tvöfalt fleiri.

Leikur Svartfjallalands og Íslands fer fram laugardaginn 16. nóvember. Svartfellingar eru á botni riðilsins en við Íslendingar erum í þriðja sæti, sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í B-deildinni.

Landsliðshópur Svartfjallalands:

Markverðir: Milan Mijatovic (Buducnost), Danijel Petkovic (Liepaja), Igor Nikic (Decic), Balša Popovic (OFK Belgrad);

Varnarmenn: Adam Marušic (Lazio), Risto Radunovic (FCSB), Igor Vujacic (Rubin), Marko Vukcevic (Borac Banja Luka), Andrija Vukcevic (Cartagena), Nikola Šipcic (Cartagena), Marko Tuci (Gangwon);

Miðjumenn: Vladimir Jovovic (Sogdiana), Marko Jankovic (Karabakh), Marko Bakic (OFI), Driton Camaj (Kishvarda), Stefan Loncar (Akron), Edvin Kuch (Nefchi), Miloš Brnovic (Buducnost), Milan Vukotic (Buducnost;)

Sóknarmenn: Stevan Jovetic (Omonia), Stefan Mugoša (Inçon United), Nikola Krstovic (Lecce), Andrija Radulovic (Vojvodina).
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner